Fjárlagagerð á hefðbundnu róli 7. júlí 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent