Útgjöld heimilanna aukast um 50% 24. júní 2004 00:01 Útgjöld heimilanna í landinu hafa aukist um meira en 50% frá árinu 1995 en vísitala neysluverðs hefur aðeins hækkað um 28%. Símakostnaður Íslendinga hefur þrefaldast á þessu tímabili. Það kann að virðast undarlegt að útgjöld heimilanna í landinu aukist svo miklu meira en vísitala neysluverðs en skýringin er einföld. Árið 1995 var að ljúka miklu samdráttarskeiði í hagkerfinu en síðan hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning þannig að fólk hefur einfaldlega varið meiri fjármunum í neyslu af ýmsu tagi. Þannig má segja að lifnaðarhættir hafi breyst á ýmsum sviðum en samsetning á vísitölu neysluverðs er þó ekki breytt. Útgjöld meðalheimilis á tímabilinu 2000-2002 voru samtals 3,5 milljarður króna á ári, eða nær 300 þúsund á mánuði, en voru 2,3 milljarðar árið 1995. Heimilin eyða 558 þúsund krónum á ári í mat og drykkjarvörur, samanborið við 400 þúsund árið 1995, en hlutfall í heildarneyslunni hefur þó lækkað úr 17,4% í tæp 16%. Hlutur áfengis og tóbaks hefur hins vegar hækkað. Stærsti útgjaldaliðurinn er húsnæði, hiti og rafmagn, um 700 þúsund á ári, eða 20% Lang mesta breytingin hefur þó orðið á póst- og símakostnaði og má fullyrða að póstúgjöld hafi lítið þar að segja, heldur sé það blessaður gemsinn sem taki sinn toll - enda var hann varla til árið 1995. Hvert heimili eyðir nú yfir 100 þúsund krónum í síma samanborið við aðeins 30 þúsund fyrir níu árum. Inni í þessum útgjöldum heimilanna er þó ýmsu sleppt, s.s. vöxtum og ýmsum afborgunum. Í þessu samengi má hafa í huga að launavísitala hefur hækkað um 63% á þessu tímabili Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Útgjöld heimilanna í landinu hafa aukist um meira en 50% frá árinu 1995 en vísitala neysluverðs hefur aðeins hækkað um 28%. Símakostnaður Íslendinga hefur þrefaldast á þessu tímabili. Það kann að virðast undarlegt að útgjöld heimilanna í landinu aukist svo miklu meira en vísitala neysluverðs en skýringin er einföld. Árið 1995 var að ljúka miklu samdráttarskeiði í hagkerfinu en síðan hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning þannig að fólk hefur einfaldlega varið meiri fjármunum í neyslu af ýmsu tagi. Þannig má segja að lifnaðarhættir hafi breyst á ýmsum sviðum en samsetning á vísitölu neysluverðs er þó ekki breytt. Útgjöld meðalheimilis á tímabilinu 2000-2002 voru samtals 3,5 milljarður króna á ári, eða nær 300 þúsund á mánuði, en voru 2,3 milljarðar árið 1995. Heimilin eyða 558 þúsund krónum á ári í mat og drykkjarvörur, samanborið við 400 þúsund árið 1995, en hlutfall í heildarneyslunni hefur þó lækkað úr 17,4% í tæp 16%. Hlutur áfengis og tóbaks hefur hins vegar hækkað. Stærsti útgjaldaliðurinn er húsnæði, hiti og rafmagn, um 700 þúsund á ári, eða 20% Lang mesta breytingin hefur þó orðið á póst- og símakostnaði og má fullyrða að póstúgjöld hafi lítið þar að segja, heldur sé það blessaður gemsinn sem taki sinn toll - enda var hann varla til árið 1995. Hvert heimili eyðir nú yfir 100 þúsund krónum í síma samanborið við aðeins 30 þúsund fyrir níu árum. Inni í þessum útgjöldum heimilanna er þó ýmsu sleppt, s.s. vöxtum og ýmsum afborgunum. Í þessu samengi má hafa í huga að launavísitala hefur hækkað um 63% á þessu tímabili
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira