Á að lækka skatta? 24. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun