Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum 23. júní 2004 00:01 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira