Bryggjudagar verða haldnir dagana 17.-19. júní á Súðavík. Margt verður til skemmtunar og má þar nefna dorgveiðikeppni, siglingu út í Vigur, grillveislu, söngvakeppni, kappróðrakeppni, tónleika og margt, margt fleira. Hátíðinni lýkur svo á laugardagskvöldið með stórdansleik með hljómsveitinni Pöpunum í íþróttahúsinu.
Þeim sem vilja kynna sér dagskrána nánar er bent á heimasíðuna sudavik.is
Bryggjudagar á Súðavík
