Íslenskir bankar bitust um danskan 14. júní 2004 00:01 KB banki keypti í gær danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Landsbankinn var einnig að skoða kaup á bankanum. KB banki ríflega tvöfaldast að stærð við kaupin með heildareignir upp á tæpa fimmtán hundruð milljarða króna. Tveir íslenskir bankar báru víurnar í danska bankann FIH. Landsbankinn og KB banki höfðu báðir áhuga á að kaupa bankann. KB banki keypti bankann fyrir 84 milljarða í gær. Fleiri bankar vildu kaupa danska bankann samkvæmt heimildum, meðal annars stærsti banki Norðurlanda, Nordea, sem var tuttugu sinnum stærri en KB banki fyrir kaupin á FIH. Lokaspretturinn var spennandi og ekki ljóst fyrr en langt var liðið á aðfaranótt mánudagsins að KB banki myndi kaupa danska bankann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vissu íslensku bankarnir ekki hvor af öðrum þegar ferlið hófst. Verðið hækkaði vegna innlendrar samkeppni og Landsbankinn bakkaði út, þar sem þar á bæ var talið að hærri arðsemiskröfu þyrfti að gera á svo stór kaup. Forsendur KB banka eru aðrar og stefnir bankinn að því að koma sér fyrir sem leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Barátta íslensku bankanna hækkaði hins vegar verðið sem KB banki þurfti að greiða fyrir kaupin. Eftir kaupin verður KB banki áttundi stærsti banki á Norðurlöndum. "Þetta er mjög öflugur banki, vel rekinn og með frábæra stjórnendur," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. FIH er banki sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja og er með 17% af fyrirtækjalánamarkaðnum í Danmörku. Sigurður segir þessa fjárfestingu falla vel að stefnu KB banka og færa bankann nær því markmiði sínu að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Eftir kaupin verða heildareignir KB banka 1.470 milljarðar króna, en voru 601 milljarður króna áður. Gengi bréfa KB banka hækkaði um 12,5% í gær og er markaðsvirði bankans nú 170 milljarðar króna. Kaupin verða fjámögnuð með útgáfu víkjandi láns og hækkun hlutafjár sem boðið verður forgangsrétthöfum til kaups. Meirihluti eigenda KB banka hefur lýst því yfir að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
KB banki keypti í gær danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Landsbankinn var einnig að skoða kaup á bankanum. KB banki ríflega tvöfaldast að stærð við kaupin með heildareignir upp á tæpa fimmtán hundruð milljarða króna. Tveir íslenskir bankar báru víurnar í danska bankann FIH. Landsbankinn og KB banki höfðu báðir áhuga á að kaupa bankann. KB banki keypti bankann fyrir 84 milljarða í gær. Fleiri bankar vildu kaupa danska bankann samkvæmt heimildum, meðal annars stærsti banki Norðurlanda, Nordea, sem var tuttugu sinnum stærri en KB banki fyrir kaupin á FIH. Lokaspretturinn var spennandi og ekki ljóst fyrr en langt var liðið á aðfaranótt mánudagsins að KB banki myndi kaupa danska bankann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vissu íslensku bankarnir ekki hvor af öðrum þegar ferlið hófst. Verðið hækkaði vegna innlendrar samkeppni og Landsbankinn bakkaði út, þar sem þar á bæ var talið að hærri arðsemiskröfu þyrfti að gera á svo stór kaup. Forsendur KB banka eru aðrar og stefnir bankinn að því að koma sér fyrir sem leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Barátta íslensku bankanna hækkaði hins vegar verðið sem KB banki þurfti að greiða fyrir kaupin. Eftir kaupin verður KB banki áttundi stærsti banki á Norðurlöndum. "Þetta er mjög öflugur banki, vel rekinn og með frábæra stjórnendur," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. FIH er banki sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja og er með 17% af fyrirtækjalánamarkaðnum í Danmörku. Sigurður segir þessa fjárfestingu falla vel að stefnu KB banka og færa bankann nær því markmiði sínu að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Eftir kaupin verða heildareignir KB banka 1.470 milljarðar króna, en voru 601 milljarður króna áður. Gengi bréfa KB banka hækkaði um 12,5% í gær og er markaðsvirði bankans nú 170 milljarðar króna. Kaupin verða fjámögnuð með útgáfu víkjandi láns og hækkun hlutafjár sem boðið verður forgangsrétthöfum til kaups. Meirihluti eigenda KB banka hefur lýst því yfir að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira