Viðskipti innlent

Stærð KB banka tvöfaldast

KB banki tvöfaldaðist að stærð í nótt þegar fulltrúar hans og Swedbank náðu samkomulagi um að KB banki keypti danska fjárfestingabankann FIH sem Swedbank átti. KB banki var fyrir lang stærsti banki hér á landi og tíundi stærsti banki á Norðurlöndum en eftir kaupinn verður hann stærstur á sviði fyrirtækjalána í Danmörku, með um 17 prósenta hlutdeild í markaðnum þar. Í tilkynningu frá KB banka segir að með kaupunum skapist líka ýmis vaxtartækifæri, svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingum í óskráðum félögum. Allir stjórnendur FIH banka starfa þar áfram og verður bankinn rekinn áfram undir óbreyttu heiti. Núverandi stjórnendur hafa náð góðum árangri í rekstrinum, að sögn KB banka. Á svonefndum "próforma-grunni" munu heildareignir KB banka aukast við kaupin úr 601 milljarði króna í 1470 milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, eru kaupin liður í því að bankiNN verið leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×