Kaup Björgólfs í Búlgaríu klár 12. júní 2004 00:01 Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira