Valdamikill og pólitískur 12. júní 2004 00:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks.
Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira