Viðskipti

Með rekstur og fasteignir út um alla borg
Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna.

„Algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On“
Forsvarsmaður Gróðurhússins í Hveragerði segir að unnið sé að því að slíta viðskiptasambandi við veitingastaðinn Wok On, sem er í mathöll Gróðurhússins. Staðnum var lokað í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu.

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi
Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir.

Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna
Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum.

„Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg“
„Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg. Starfslýsing er upphafspunktur en ekki endapunktur,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri Stjórnendaráðgjafar Gallup.

Slíta samningi við Wok On
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Facebook virkar á ný
Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu.

Opnar Blush-verslun á Akureyri
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði.

Bezos tekur aftur fram úr Musk
Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum.

Bein útsending: Niðurstöður könnunar um stöðu launafólks kynntar
Varða – rannsóknarstofnun Vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem hefst klukkan 12.

Sigrún Helga og Birgir Örn í framkvæmdastjórn Skaga
Sigrún Helga Jóhannsdóttir og Birgir Örn Arnarson hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Skaga, nýs móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar.

Play tekur flugið til Afríku
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku.

Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur
Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar.

Sebastiaan Boelen nýr fjármálastjóri Marel
Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn í stöðu fjármálastjóra Marels og tekur við af Stacey Katz, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tvö ár.

Apple sektað um 270 milljarða af ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis.

Fjórtán sagt upp í einu hópuppsögn mánaðarins
Fjórtán manns var sagt upp í einu hópuppsögn til tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði.

Leggja til Paul Horner í stað Brynjólfs
Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Paul Horner verði næsti stjórnarformaður bankans. Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár í brúnni.

„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“
„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu.

„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“
Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum.

ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC
Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus.

Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar
Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa.

Fasteignafélag Festar fær nýtt nafn
Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir.

Mun færri nýir bílar á götum landsins þetta árið
Sala nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Samdrátturinn mælist 57,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð síðasta árs.

Bein útsending: Nóbelsverðlaunahafi um hagfræðina á 21. öldinni
Forsætisráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz í dag. Málþingið fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, og stendur frá klukkan 12 til 13:30. Sýnt er frá viðburðinum í beinni útsendingu.

Hástökk Alvotech fyrir bí
Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi.

Frumsýning á nýjum Peugeot E-2008 rafbíl
Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni.

Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn
Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On.

Plastkubbahús fyrir íslenskar aðstæður
Plastkubbahús hafa verið að hasla sér völl hér á landi, meðal annars vegna þess hvað þau eru fljótleg í byggingu, sterk og vel einangruð.

Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“
„Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths.

Hafa tryggt sér fjóra milljarða
Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.