Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:32 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01
„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43
Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30