Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:27 Sigríður Birna Ingimundardóttir, Amelía Ósk Hjàlmarsdóttir, Valgerður Friðriksdóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir munduðu skóflurnar. First Water Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þær Amelía Ósk Hjálmarsdóttir stöðvarstjóri, Sigríður Birna Ingimundardóttir verkefnastjóri og Valgerður Friðriksdóttir mannauðsstjóri hafi mundað skóflurnar fyrir hönd First Water, en á fjórðu skóflunni hafi verið Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. 115 manna vinnustaður Stefnt sé að því að vinnsluhúsið verði tekið í notkun haustið 2026. Full starfsemi verði í húsinu alla daga ársins og allur tæknibúnaður verði háþróaður og hinn vandaðasti. Vinnsluhúsið verður stórt.First Water „Þegar starfsemin verður komin á fullt verða um 115 manns við vinnslu í húsinu og stefnt er að því að allur okkar fiskur fari þarna í gegn. Það skiptir okkur miklu máli að hafa sem mest af starfseminni í Þorlákshöfn og því er þetta stórt skref fram á við og ég hlakka mikið til að sjá húsið rísa og verða tekið í notkun,“ er haft eftir Valgerði Friðriksdóttur, mannauðsstjóra First Water. 120 milljarða fjárfesting Alls þrjú hundruð manns muni koma til með að starfa hjá fyrirtækinu frá árinu 2029 en heildarfjárfesting First Water í Þorlákshöfn sé áætluð um 120 milljarðar króna. „Við stefnum hátt og komumst þangað með því að vanda til verka og hafa óbilandi trú á verkefninu og löngun til að vinna það vel. Landeldi á svo mikið inni og við ætlum að gera allt okkar til að sýna fram á það.“ Fiskeldi Ölfus Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þær Amelía Ósk Hjálmarsdóttir stöðvarstjóri, Sigríður Birna Ingimundardóttir verkefnastjóri og Valgerður Friðriksdóttir mannauðsstjóri hafi mundað skóflurnar fyrir hönd First Water, en á fjórðu skóflunni hafi verið Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. 115 manna vinnustaður Stefnt sé að því að vinnsluhúsið verði tekið í notkun haustið 2026. Full starfsemi verði í húsinu alla daga ársins og allur tæknibúnaður verði háþróaður og hinn vandaðasti. Vinnsluhúsið verður stórt.First Water „Þegar starfsemin verður komin á fullt verða um 115 manns við vinnslu í húsinu og stefnt er að því að allur okkar fiskur fari þarna í gegn. Það skiptir okkur miklu máli að hafa sem mest af starfseminni í Þorlákshöfn og því er þetta stórt skref fram á við og ég hlakka mikið til að sjá húsið rísa og verða tekið í notkun,“ er haft eftir Valgerði Friðriksdóttur, mannauðsstjóra First Water. 120 milljarða fjárfesting Alls þrjú hundruð manns muni koma til með að starfa hjá fyrirtækinu frá árinu 2029 en heildarfjárfesting First Water í Þorlákshöfn sé áætluð um 120 milljarðar króna. „Við stefnum hátt og komumst þangað með því að vanda til verka og hafa óbilandi trú á verkefninu og löngun til að vinna það vel. Landeldi á svo mikið inni og við ætlum að gera allt okkar til að sýna fram á það.“
Fiskeldi Ölfus Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira