Viðskipti

Að ræða erfið mál í vinnunni

Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn.

Atvinnulíf

Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum.

Viðskipti innlent

Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Viðskipti innlent

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað

Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. 

Viðskipti innlent

Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi

Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali.

Viðskipti erlent

„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“

„Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur.

Atvinnulíf

Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt

„Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals.

Atvinnulíf

BÍ telur lokaða dag­skrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í sam­tíma­sögu ís­lenskrar fjöl­miðlunar“

„Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Viðskipti innlent

Vonbrigði móður mikilvæg lexía

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur.

Viðskipti innlent

Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök

„Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar.

Atvinnulíf

Norwegian hættir flugi á lengri leiðum

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins.

Viðskipti erlent