„Svartir sauðir“: Neytendasamtökin vara fólk við því að versla við sjö nafngreind fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. mars 2022 10:34 Neytendasamtökin segja fyrirtækin í skammakróknum þar til þau fara að niðurstöðum kærunefndarinnar. Neytendasamtökin hafa nafngreint sjö fyrirtæki sem þau vara neytendur við að versla við en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki farið að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“ Neytendur Verslun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“
Neytendur Verslun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira