Viðskipti

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Viðskipti innlent

„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“

„Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun.

Atvinnulíf

Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins

Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni.

Viðskipti innlent

Foreldrakulnun og vinnustaðurinn

Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna.

Atvinnulíf

Bankahrunið ekkert á við Covid

„Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland.

Atvinnulíf

Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“

Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni.

Viðskipti

Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk

Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid.

Atvinnulíf

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Viðskipti innlent

Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja.

Viðskipti innlent