Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 13:16 Starfsmenn Netflix leita leiða til að fjölga áskrifendum og hækka tekjur. Getty/Rafael Henrique Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt. Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því. Netflix Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því.
Netflix Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira