Viðskipti

Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019.

Viðskipti innlent

Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul

Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025.

Viðskipti erlent

Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt

Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði.

Viðskipti innlent

Spá mestu verðbólgu í níu ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012.

Viðskipti innlent

Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist

Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent

Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.

Viðskipti erlent

At­vinnu­leysi heldur á­fram að dragast saman

Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn.

Viðskipti innlent

Spá um­tals­verðri hækkun verð­bólgu í nóvember

Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu.

Viðskipti innlent

Bátur dagsins er allur

Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti.

Neytendur