Viðskipti Munu framvegis dreifa bréfum tvisvar í viku Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt frá og með 1. maí næstkomandi. Síðustu misseri hefur bréfum verið dreift annan hvern dag en Pósturinn er með þessu að bregðast við „verulegri fækkun bréfasendinga“. Viðskipti innlent 28.4.2022 10:23 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. Viðskipti innlent 28.4.2022 09:03 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. Atvinnulíf 28.4.2022 07:01 Breytingar hjá VÍS: Breytingar hjá framkvæmdastjórum og níu sagt upp Vátryggingafélag Íslands hefur sagt upp níu starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þá hafa Guðný Helga Herbertsdóttir og Birkir Jóhannsson tekið við sem framkvæmdastjórar nýrra sviða fyrirtækisins. Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, hefur við þetta tilefni ákveðið að láta af störfum. Viðskipti innlent 27.4.2022 17:00 Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Viðskipti innlent 27.4.2022 15:42 Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. Viðskipti innlent 27.4.2022 15:23 Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Viðskipti innlent 27.4.2022 14:22 Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 27.4.2022 13:55 Bein útsending: Framtíð líftækni á Íslandi Alvotech og Háskóli Íslands standa fyrir þriðja fundinum í fyrirlestraröðinni „Framtíð nýsköpunar“ milli klukkan 14 og 16 í dag. Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 27.4.2022 13:31 Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Viðskipti innlent 27.4.2022 12:58 Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Viðskipti innlent 27.4.2022 11:25 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. Viðskipti innlent 27.4.2022 10:49 Breytingar á framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið. Viðskipti innlent 27.4.2022 10:36 Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. Atvinnulíf 27.4.2022 07:00 Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Viðskipti innlent 26.4.2022 23:16 Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Viðskipti innlent 26.4.2022 21:53 Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. Viðskipti erlent 26.4.2022 21:01 Þarf að selja allt sitt í Icelandair Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:57 Björn formaður Framleiðsluráðs Samtaka iðnaðarins Nýtt Framleiðsluráð Samtaka iðnaðarins var skipað á ársfundi ráðsins sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:28 Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Viðskipti innlent 26.4.2022 15:59 SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Viðskipti innlent 26.4.2022 09:43 Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. Viðskipti innlent 26.4.2022 08:30 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. Viðskipti innlent 25.4.2022 21:50 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12 Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. Viðskipti innlent 25.4.2022 13:01 Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 25.4.2022 10:44 Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. Atvinnulíf 25.4.2022 07:01 Hera ný framkvæmdastýra hjá OR Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 22.4.2022 16:46 Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01 « ‹ 192 193 194 195 196 197 198 199 200 … 334 ›
Munu framvegis dreifa bréfum tvisvar í viku Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt frá og með 1. maí næstkomandi. Síðustu misseri hefur bréfum verið dreift annan hvern dag en Pósturinn er með þessu að bregðast við „verulegri fækkun bréfasendinga“. Viðskipti innlent 28.4.2022 10:23
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. Viðskipti innlent 28.4.2022 09:03
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. Atvinnulíf 28.4.2022 07:01
Breytingar hjá VÍS: Breytingar hjá framkvæmdastjórum og níu sagt upp Vátryggingafélag Íslands hefur sagt upp níu starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þá hafa Guðný Helga Herbertsdóttir og Birkir Jóhannsson tekið við sem framkvæmdastjórar nýrra sviða fyrirtækisins. Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, hefur við þetta tilefni ákveðið að láta af störfum. Viðskipti innlent 27.4.2022 17:00
Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Viðskipti innlent 27.4.2022 15:42
Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. Viðskipti innlent 27.4.2022 15:23
Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Viðskipti innlent 27.4.2022 14:22
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 27.4.2022 13:55
Bein útsending: Framtíð líftækni á Íslandi Alvotech og Háskóli Íslands standa fyrir þriðja fundinum í fyrirlestraröðinni „Framtíð nýsköpunar“ milli klukkan 14 og 16 í dag. Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 27.4.2022 13:31
Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Viðskipti innlent 27.4.2022 12:58
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Viðskipti innlent 27.4.2022 11:25
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. Viðskipti innlent 27.4.2022 10:49
Breytingar á framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið. Viðskipti innlent 27.4.2022 10:36
Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. Atvinnulíf 27.4.2022 07:00
Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Viðskipti innlent 26.4.2022 23:16
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Viðskipti innlent 26.4.2022 21:53
Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. Viðskipti erlent 26.4.2022 21:01
Þarf að selja allt sitt í Icelandair Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:57
Björn formaður Framleiðsluráðs Samtaka iðnaðarins Nýtt Framleiðsluráð Samtaka iðnaðarins var skipað á ársfundi ráðsins sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Viðskipti innlent 26.4.2022 17:28
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Viðskipti innlent 26.4.2022 15:59
SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Viðskipti innlent 26.4.2022 09:43
Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. Viðskipti innlent 26.4.2022 08:30
Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. Viðskipti innlent 25.4.2022 21:50
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12
Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. Viðskipti innlent 25.4.2022 13:01
Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 25.4.2022 10:44
Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. Atvinnulíf 25.4.2022 07:01
Hera ný framkvæmdastýra hjá OR Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 22.4.2022 16:46
Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01