Geti ekki staðið með lúður og ráðist á Seðlabankann Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 23:42 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins einnig vera gerendur í verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun. Um er að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð og eru meginvextir bankans nú komnir í 8,75 prósent. Hækkunin hefur vægast sagt fallin í grýttan jarðveg meðal landsmanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að hann skilji það vel að kurr sé í þjóðinni eftir tíðindi dagsins. Hann vill meina að hækkunin sé þó nauðsynleg. „Það er þannig að núna er verðbólgan 9,9 prósent og miðað við horfurnar er hún ekkert að fara að ganga niður að öðru óbreyttu. Þetta eru þau meðöl sem við höfum og okkur er eiginlega engin annar kostur heldur en að í rauninni reyna að taka á þessu. Það er eiginlega svarið en auðvitað er þetta ömurlegt.“ „Eitthvað verður undan að láta“ Ásgeir hefur áður biðlað til vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að grípa keflið og leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að ekki hafi verið hlustað vel á þau tilmæli. „Ekki nægilega vel allavega. Við ættum bara að sjá til. Það sem við þurfum kannski núna er svona meira plan fyrir framtíðina, fyrir þjóðina.“ Hver þarf að koma að því plani? „Við þurfum að fá kjarasamninga sem eru til lengri tíma og byggja á svona einhverri framtíðarsýn,“ segir Ásgeir við því og bætir við að í síðustu kjarasamningum hafi laun hækkað um átta til níu prósent. „Það er náttúrulega ekki til þess að lækka verðbólgu.“ Þá er honum á móti bent á það að fólk vilji fá launahækkanir í takt við hækkanir til að ná endum saman. Við því segir Ásgeir: „Ég veit það en það er samt þannig að eitthvað verður undan að láta. Ef verðbólgan er komin á þetta stig sem hún er núna á, þar sem í rauninni kjölfestan er farin nokkurn veginn, þá munu allar kauphækkanir bara koma fram í verðbólgu. Þetta er svona einhver leikur á milli, það er að segja það er samið um launahækkanir í kjarasamningum, síðan hækkar verðið í kjölfarið. Þannig enginn er í rauninni betur settur og við þurfum síðan að hækka vexti. Við þurfum einhvern veginn að vinda ofan af þessu.“ Hækkanirnar hafi ekki haft næg áhrif Ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa verið harðlega gagnrýndar í ljósi þess að verðbólgan er ekki að ganga niður. Ásgeir er spurður út í það hvers vegna það sé. „Það sem er í gangi líka er að íslenska hagkerfið er náttúrulega búið að vaxa alveg mjög hratt. Sex, sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. Við áætlum að hann hafi verið fimm prósent á þessu ári, það er bara gríðarlega mikil uppsveifla. Það er jákvætt að það sé hagvöxtur, það gengur vel, Ísland er uppselt í sumar í ferðaþjónustu. Á sama tíma er líka mikil neysla. Þannig að það er ekki eins og stýrivaxtahækkanir okkar hafi ekki haft áhrif, þær hafa bara ekki verið nóg.“ Hann segist hafa saknað þess að fá aðila vinnumarkaðarins með í baráttuna við verðbólguna. „Það gerðist ekki síðasta haust og ég var sjálfur kannski óhóflega bjartsýnn um það. Einnig þá þarf ríkissjóður bara að auka aðhaldið. Það er auðveldara í svona miklum hagvexti, þá eru tekjurnar að aukast mjög hratt.“ Aðilar vinnumarkaðarins séu einnig gerendur Ásgeir segist vilja leggja áherslu á að „einhvern veginn allir“ þurfi að koma saman til að hægt sé að ná verðbólgunni niður. Hann segist þó ekki hafa vald til þess að kalla til fundar með þeim aðilum sem þurfi að leggja sitt af mörkum í baráttunum „Ég hef nú ekki vald til þess. Ég náttúrulega hitti þessa aðila en ég hef ekki heimildir til þess, þessir aðilar eru allir með umboð. Stjórnmálamenn eru með umboð frá þjóðinni í kosningum, verkalýðsforingjar eru með umboð frá sínu félagsfólki. Þau eru með umboð og það er bara mjög mikilvægt að þau náttúrulega komi fram í samræmi við þetta umboð.“ Þá er Ásgeir nokkuð harðorður í garð aðila vinnumarkaðarins: „Það er mjög mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins axli ábyrgð og átti sig á því að þeir eru gerendur í málinu líka. Þeir geta ekki bara staðið á götuhornum með einhvern lúður og verið að ráðast á Seðlabankann. Það sem við gerum er afleiðing af því sem þeir gera.“ Seðlabankinn geti ráðið við verðbólguna Ásgeir virðist þó vera bjartsýnn á að hægt sé að ná verðbólgunni niður með hærri stýrivöxtum. „Við munum geta ráðið við þetta. Seðlabankinn getur í krafti þeirra stýritækja sem við höfum náð verðbólgunni niður og það ætlum við að gera.“ Hvað höfum við langan tíma? „Það fer eftir því hvað við ætlum að gera þetta hratt. Núna hækkuðum við vexti um 125 punkta sem er mjög mikið. Það þýðir það að við ætlum að keyra verðbólguna niður, ná spennunni úr kerfinu. En það er ekkert endilega víst að það verði sársaukalaust eða heppilegt.“ Hann segir að það taki alltaf einhverja mánuði að sjá einhver áhrif hækkana. „En ég verð að vona að við sjáum einhvern árangur þegar haustið kemur.“ Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að hann skilji það vel að kurr sé í þjóðinni eftir tíðindi dagsins. Hann vill meina að hækkunin sé þó nauðsynleg. „Það er þannig að núna er verðbólgan 9,9 prósent og miðað við horfurnar er hún ekkert að fara að ganga niður að öðru óbreyttu. Þetta eru þau meðöl sem við höfum og okkur er eiginlega engin annar kostur heldur en að í rauninni reyna að taka á þessu. Það er eiginlega svarið en auðvitað er þetta ömurlegt.“ „Eitthvað verður undan að láta“ Ásgeir hefur áður biðlað til vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að grípa keflið og leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að ekki hafi verið hlustað vel á þau tilmæli. „Ekki nægilega vel allavega. Við ættum bara að sjá til. Það sem við þurfum kannski núna er svona meira plan fyrir framtíðina, fyrir þjóðina.“ Hver þarf að koma að því plani? „Við þurfum að fá kjarasamninga sem eru til lengri tíma og byggja á svona einhverri framtíðarsýn,“ segir Ásgeir við því og bætir við að í síðustu kjarasamningum hafi laun hækkað um átta til níu prósent. „Það er náttúrulega ekki til þess að lækka verðbólgu.“ Þá er honum á móti bent á það að fólk vilji fá launahækkanir í takt við hækkanir til að ná endum saman. Við því segir Ásgeir: „Ég veit það en það er samt þannig að eitthvað verður undan að láta. Ef verðbólgan er komin á þetta stig sem hún er núna á, þar sem í rauninni kjölfestan er farin nokkurn veginn, þá munu allar kauphækkanir bara koma fram í verðbólgu. Þetta er svona einhver leikur á milli, það er að segja það er samið um launahækkanir í kjarasamningum, síðan hækkar verðið í kjölfarið. Þannig enginn er í rauninni betur settur og við þurfum síðan að hækka vexti. Við þurfum einhvern veginn að vinda ofan af þessu.“ Hækkanirnar hafi ekki haft næg áhrif Ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa verið harðlega gagnrýndar í ljósi þess að verðbólgan er ekki að ganga niður. Ásgeir er spurður út í það hvers vegna það sé. „Það sem er í gangi líka er að íslenska hagkerfið er náttúrulega búið að vaxa alveg mjög hratt. Sex, sjö prósent hagvöxtur á síðasta ári. Við áætlum að hann hafi verið fimm prósent á þessu ári, það er bara gríðarlega mikil uppsveifla. Það er jákvætt að það sé hagvöxtur, það gengur vel, Ísland er uppselt í sumar í ferðaþjónustu. Á sama tíma er líka mikil neysla. Þannig að það er ekki eins og stýrivaxtahækkanir okkar hafi ekki haft áhrif, þær hafa bara ekki verið nóg.“ Hann segist hafa saknað þess að fá aðila vinnumarkaðarins með í baráttuna við verðbólguna. „Það gerðist ekki síðasta haust og ég var sjálfur kannski óhóflega bjartsýnn um það. Einnig þá þarf ríkissjóður bara að auka aðhaldið. Það er auðveldara í svona miklum hagvexti, þá eru tekjurnar að aukast mjög hratt.“ Aðilar vinnumarkaðarins séu einnig gerendur Ásgeir segist vilja leggja áherslu á að „einhvern veginn allir“ þurfi að koma saman til að hægt sé að ná verðbólgunni niður. Hann segist þó ekki hafa vald til þess að kalla til fundar með þeim aðilum sem þurfi að leggja sitt af mörkum í baráttunum „Ég hef nú ekki vald til þess. Ég náttúrulega hitti þessa aðila en ég hef ekki heimildir til þess, þessir aðilar eru allir með umboð. Stjórnmálamenn eru með umboð frá þjóðinni í kosningum, verkalýðsforingjar eru með umboð frá sínu félagsfólki. Þau eru með umboð og það er bara mjög mikilvægt að þau náttúrulega komi fram í samræmi við þetta umboð.“ Þá er Ásgeir nokkuð harðorður í garð aðila vinnumarkaðarins: „Það er mjög mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins axli ábyrgð og átti sig á því að þeir eru gerendur í málinu líka. Þeir geta ekki bara staðið á götuhornum með einhvern lúður og verið að ráðast á Seðlabankann. Það sem við gerum er afleiðing af því sem þeir gera.“ Seðlabankinn geti ráðið við verðbólguna Ásgeir virðist þó vera bjartsýnn á að hægt sé að ná verðbólgunni niður með hærri stýrivöxtum. „Við munum geta ráðið við þetta. Seðlabankinn getur í krafti þeirra stýritækja sem við höfum náð verðbólgunni niður og það ætlum við að gera.“ Hvað höfum við langan tíma? „Það fer eftir því hvað við ætlum að gera þetta hratt. Núna hækkuðum við vexti um 125 punkta sem er mjög mikið. Það þýðir það að við ætlum að keyra verðbólguna niður, ná spennunni úr kerfinu. En það er ekkert endilega víst að það verði sársaukalaust eða heppilegt.“ Hann segir að það taki alltaf einhverja mánuði að sjá einhver áhrif hækkana. „En ég verð að vona að við sjáum einhvern árangur þegar haustið kemur.“
Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira