Viðskipti

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir varðveisluhúsnæði til leigu fyrir Þjóðskjalasafn Íslands
Um er að ræða skjalageymslu auk stoðrýma s.s. móttöku bretta, flokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarými.

Íslenskir neytendur geti ekki leitað til íslenskra dómstóla
Formaður Neytendasamtakanna segir sýknun Íslandsbanka í máli sem karlmaður höfðaði með aðkomu samtakanna gegn Íslandsbanka vera gífurleg vonbrigði. Dómnum verði áfrýjað til Landsréttar en hann bindur annars vonir við að Evrópskir dómstólar taki upp hanskann fyrir neytendur.

Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur
Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir.

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum
Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Þorgrímur Þráins og N1 undirrita samstarfssamning
N1 og Þorgrímur Þráinsson hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf fyrirtækisins og fyrirlesarans. Þorgrímur hefur undanfarin ár flutt fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu, í boði N1, fyrir alla 10. bekki á Íslandi, skólunum að kostnaðarlausu. Skólarnir eru vel á annað hundrað og fjöldi nemenda hleypur á þúsundum. Fyrirlestrar Þorgríms hafa verið vel sóttir en undanfarin 5 ár hafa 99% skóla þegið boð Þorgríms um fyrirlestur.

Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar
Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku.

Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus
Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps.

EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur
Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Bein útsending: Samtal um nýsköpun hjá Orkuveitunni
Nú stendur yfir viðburðurinn Samtal um nýsköpun á vegum Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hluti af Iceland Innovation week sem fer fram í Reykjavík um þessar mundir.

Bein útsending: Nýsköpun í mannvirkjaiðnaði
Fundur um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði verður haldinn hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í Borgartúni 21, milli 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Bein útsending: Ársfundur Samáls
Ársfundur Samáls fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag. Á fundinum verða pallborðsumræður um áskoranir og tækifæri í loftslagsmálum. Þá verða einnig til sýnis hönnunarmunir. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar
Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005.

Geti ekki staðið með lúður og ráðist á Seðlabankann
Seðlabankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun. Um er að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð og eru meginvextir bankans nú komnir í 8,75 prósent. Hækkunin hefur vægast sagt fallin í grýttan jarðveg meðal landsmanna.

Allt fyrir glaðar plöntur
Núna er rétti tíminn til að kaupa sumarblóm og undirbúa garðinn fyrir sumarið.

Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu
Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið.

Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands.

Bein útsending: Rökstyðja þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð
Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent.

Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75.

Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur
„Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna.

Bíl-og bóllaus lífstíll í einni íbúð á Snorrabraut
Íbúð sem nú er í byggingu á Snorrabraut 62 hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar er ekki að finna svefnherbergi og grínast netverjar með að því verði hægt að lifa bíl-og bóllausum lífsstíl í íbúðinni en engin bílastæði fylgja húsinu. Framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Snorrahúss segir deiluskipulag hafa nauðbeygt byggingaraðila í að hafa íbúðina án svefnherbergis.

Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt
Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi.

Hönnunarstúdíó Oddsson og Miami gjaldþrota
Hönnunarstúdíóið Döðlur Studio hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Döðlur studio vakti mikla athygli við hönnun á Miami Bar á Hverfisgötu og Oddsson Hotel sem rekið var í JL-húsinu. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Kveður Borgarverk eftir átta ára starf og ráðin til FSRE
Stefanía Nindel hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða hjá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum. Hún hóf störf í upphafi mánaðar.

Glútenfrír bjór innkallaður vegna glútens
Matvælastofnun hefur varað við glútenfría bjórnum Snublejuice frá To Øl sem Rætur og Vín ehf. flytja inn þar sem glúten í bjórnum. Bjórinn er markaðssettur sem glútenfrír bjór.

Sekta verslanir í Kringlu og Smáralind
Þrettán verslanir í Kringlunni og Smáralind hafa verið sektaðar fyrir skort á verðmerkingum.

Viðbrögð „góða fólksins“ hafi verið viðbúin
Eigandi plastverksmiðju á Akureyri segir „góða fólkið“ hafa orðið brjálað og hann kallaður arðræningi í ummælakerfum eftir auglýsingu eftir starfsmanni sem væri sjaldan veikur. Hann segir einfaldlega hafa viljað vekja athygli á því að hæfniskröfur væru í raun engar.

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota
Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning
X977 og Sindri leita nú að Iðnaðarmanni ársins 2023. Fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn bárust dómnefndinni sem hefur legið undir feldi síðustu daga. Átta einstaklingar þóttu skara fram úr og nú gefst lesendum kostur á að kjósa á milli þeirra.

Þórdís ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar
Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Útvarpsstöðvarnar sem Þórdís mun stýra eru Bylgjan, FM957, X977, Gullbylgjan, Léttbylgjan og Íslenska bylgjan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Ráðin nýr verkefnastjóri á sviði sjálfbærni hjá Krónunni
Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á sviði sjálfbærni hjá Krónunni.