Viðskipti innlent

Lána­kvótar svarið við háum vöxtum hús­næðis­lána

Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri.

Viðskipti innlent

Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss

Í dag var undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings milli Styrkáss, TF II slhf. og Hópsnes ehf. um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Hringrás ehf.. Hringrás er leiðandi í vinnslu brotajárns hér á landi og Styrkáss er að verða öflugt þjónustufyrirtæki við atvinnulífið í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingarfélags.

Viðskipti innlent

Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus

Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi.

Viðskipti innlent

Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair

Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent

Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opin­bera

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 eða sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2023 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs.

Viðskipti innlent

Segir að vel væri hægt að lækka vexti

Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá.

Viðskipti innlent

Konfektið í hæstu hæðum

Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 

Viðskipti innlent

„Kemur ekki til greina“ að lækka eigin­fjár­kröfur

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana.

Viðskipti innlent

Hátt raun­vaxta­stig sam­hliða hægari vexti gæti skapað á­skoranir

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.

Viðskipti innlent

Gunnars loksins selt

Myll­an-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum.

Viðskipti innlent