Viðskipti erlent

Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur

Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund.

Viðskipti erlent

Microsoft og Sony semja um Call of Duty

Forstjóri leikjadeildar Microsoft tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við forsvarsmenn Sony um Call of duty, leikina vinsælu. PlayStation eigendum verður áfram tryggður aðgangur að leikjunum, jafnvel þó Microsoft, sem framleiðir xBox leikjavélarnar, kaupir Activision Blizzard, eins og í stefnir.

Viðskipti erlent

Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush.

Viðskipti erlent

Twitter hótar lögsókn

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess.

Viðskipti erlent

Elstu börn Berlu­sconi fá við­skipta­veldið í arf

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber.

Viðskipti erlent

Twitter-líki Meta ekki að­gengi­legt í Evrópu

Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína.

Viðskipti erlent

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi

Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Viðskipti erlent

Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni

Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs.

Viðskipti erlent

App­le bland­ar ver­u­leik­um

Forsvarsmenn tæknirisans Apple héldu í gær kynningu þar sem nýjar tölvur, nýtt stýrikerfi og fleira var opinberað. Ein vara hefur þó notið mun meiri athygli en aðra en það eru gleraugun Apple Vision Pro.

Viðskipti erlent

Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta

Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði.

Viðskipti erlent

Meta í samkeppni við Twitter

Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar.

Viðskipti erlent

Ná saman um regluverk um rafmyntir

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög.

Viðskipti erlent