Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 08:49 Andfætlingar hafa samþykkt fyrsta bannið við samfélagsmiðlanotkun barna í heiminum. Vísir/Getty Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti. Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur