Viðskipti erlent

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna.

Viðskipti erlent

Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans.

Viðskipti erlent

Gull slær aftur verðmet sitt

Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney.

Viðskipti erlent

Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika

Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum.

Viðskipti erlent

Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni

Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina.

Viðskipti erlent

Orðrómur réttir af hlutabréfamarkaðina

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti.

Viðskipti erlent

Evrópa rambar á barmi fjármálahruns

Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu.

Viðskipti erlent

Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara

Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert.

Viðskipti erlent

Alcoa á blússandi siglingu

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu í verði í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.

Viðskipti erlent

Angela Merkel í Kenía

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía.

Viðskipti erlent

Örvænting ríkir á öllum mörkuðum

Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.

Viðskipti erlent

Ítalía ógnar tilvist evrunnar

Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar.

Viðskipti erlent

ESB boðar til neyðarfundar vegna Ítalíu

Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins hefur boðað háttsetta embættismenn ESB til neyðarfundar í dag vegna Ítalíu. Óttast er að Ítalía sé að enda í sömu sporum og Grikkland hefur hjakkað í undanfarið ár. Meðal annars berast fréttir af því að vogunarsjóðir séu nú farnir að veðja á að Ítalía lendi í sömu vandræðum og Grikkland.

Viðskipti erlent

Getur komið evruríkjum illa

Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl.

Viðskipti erlent