Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli 25. ágúst 2011 12:10 Steve Jobs Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Sölustjóri Apple, Tim Cook, mun taka við forstjórastarfinu en Jobs mun áfram starfa sem stjórnarformaður. Engin ástæða var gefin fyrir afsögn Jobs en vitað er að hann hefur glímt við krabbamein á undanförnum árum og hefur verið í veikindaleyfi síðan í janúar á þessu ári. Ferill Jobs er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja Apple upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Hann fékk snemma áhuga á tölvum og stofnaði Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér aðeins 19 ára gamall ásamt Steve Wozniak árið 1976. Þeir yfirgáfu báðir fyrirtækið á níunda áratugnum en Jobs tók aftur við forstjórastöðu Apple 1996 og síðan hefur uppgangur fyrirtækisins verið með ólíkindum. Tæki eins og iMac, iPod, iPhone og iPad sem Steve stóð fyrir þróun og uppbyggingu hafa skilað fyrirtækinu methagnaði ár eftir ár og hafa því fjárfestar óttast hvaða áhrif fráhvarf hans mun hafa á fyrirtækið en hlutir í Apple féllu um sjö prósent í eftirmarkaðsviðskiptum vestanhafs eftir að tilkynningin barst í gærkvöldi. Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Sölustjóri Apple, Tim Cook, mun taka við forstjórastarfinu en Jobs mun áfram starfa sem stjórnarformaður. Engin ástæða var gefin fyrir afsögn Jobs en vitað er að hann hefur glímt við krabbamein á undanförnum árum og hefur verið í veikindaleyfi síðan í janúar á þessu ári. Ferill Jobs er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja Apple upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Hann fékk snemma áhuga á tölvum og stofnaði Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér aðeins 19 ára gamall ásamt Steve Wozniak árið 1976. Þeir yfirgáfu báðir fyrirtækið á níunda áratugnum en Jobs tók aftur við forstjórastöðu Apple 1996 og síðan hefur uppgangur fyrirtækisins verið með ólíkindum. Tæki eins og iMac, iPod, iPhone og iPad sem Steve stóð fyrir þróun og uppbyggingu hafa skilað fyrirtækinu methagnaði ár eftir ár og hafa því fjárfestar óttast hvaða áhrif fráhvarf hans mun hafa á fyrirtækið en hlutir í Apple féllu um sjö prósent í eftirmarkaðsviðskiptum vestanhafs eftir að tilkynningin barst í gærkvöldi.
Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira