Viðskipti erlent

Helstu seðlabankar koma til bjargar

Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar

Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss, um að þeir ætli að bregðast vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.

Viðskipti erlent

Seðlabankar heimsins taka höndum saman

Nokkrir af stærstu seðlabönkum heimsins hafa tekið höndum saman í viðleitni sinni til sporna gegn slaka í hagkerfum heimsins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu seðlabankanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Að yfirlýsingunni standa Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada, Japans og Sviss.

Viðskipti erlent

Vilja auka traust á aðgerðum

Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel.

Viðskipti erlent

Yngstu milljarðamæringarnir koma úr hugbúnaðargeiranum

Þrír yngstu milljarðamæringar heimsins eru allir brautryðjendur úr hugbúnaðargeiranum. Samkvæmt lista Forbes yfir 400 ríkustu menn heims er hinn 27 ára gamli Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ríkastur þeirra sem eru undir fertugu. Hann er fjórtándi ríkasti maður heimsins en eignir hans eru metnar á 17,5 milljarða dollara, eða ríflega 2.000 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Iceland-verslun fékk kaldar móttökur á Írlandi

Iceland verslunarkeðjan fékk heldur kaldar móttökur þegar ný verslun var opnuð í írska bænum Carlow í síðustu viku. Kaldrifjaðir þjófarnir stálu veltu fyrsta dagsins með því að brjóta sér leið inn í verslunina með því að nota litla gröfu. Þeir stálu síðan tveimur peningaskápum og komust á brott með um fimmtíu þúsund evrur í peningum, eða um átta milljónir íslenskra króna. Nokkur vitni urðu að ráninu en mennirnir komust engu að síður undan.

Viðskipti erlent

Settar verði strangari reglur um félagsvefi

„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda.

Viðskipti erlent

Vonir um betri tíð skýra grænar tölur

Hlutabréfavísitölur hækkuðu umtalsvert í dag eftir næra samfellt lækkunartímabil síðustu tvær vikur. Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,5% og FTSE 100 vísitalan í Evrópu um 2,87%. Samkvæmt fréttum Wall Street Journal er það von um að aðgerðir leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna skili sér í betri horfum í efnhagsmálum sem skýra hækkanirnar.

Viðskipti erlent

Obama hittir leiðtoga ESB

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun funda með forseta Evrópuráðs ESB, Herman Van Rompuy, og forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, á næstunni þar sem rætt verður um skuldavanda Evrópu og evrópskra banka.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli lækkar verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt gefið eftir frá því í apríl s.l. þegar það náði hámarki á árinu. Í dag er álverðið komið niður í rétt rúma 2.000 dollara á tonnið en í apríl s.l. fór verðið í tæpa 2.800 dollara.

Viðskipti erlent

Írak vinnur með Shell og Mitsubishi

Stjórnvöld í Írak hafa samið við olíufyrirtækið Shell og véla- og farartækjaframleiðandann Mitsubishi um nýtingu á jarðgasauðlindum í sunnaverðu Írak. Samningurinn er talinn vera upp á um 17 milljarða dollara, eða um 2.000 milljarða króna, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Lánshæfismat Belgíu lækkar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismatseinkunn Belgíu. Matið lækkar úr AA+ í AA. Niðurstaðan þýðir að það gæti orðið dýrara fyrir ríkissjóð í Belgíu að taka lán í framtíðinni.

Viðskipti erlent

Ungverjaland í ruslflokk

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ungverjalands niður í ruslflokk. Ástæðan var mikill skuldavandi og veikar vonir um hagvöxt. Þá er enn talin vera mikil óvissa um hvort landið nær að standa á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Frá því að Ungverjar fengu 20 milljarða evra að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur ekki tekist nægilega vel að örva hagkerfi landsins. Nú er jafnvel litið svo á að landið verði að fá neyðaraðstoð á nýjan leik.

Viðskipti erlent

Lánshæfi Belgíu lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Belgíu. Einkunin var AA+ en er nú AA. S&P hafa áhyggjur af möguleikum landsins til endurfjármögnunar auk þess sem markaðsaðstæður séu erfiðar. Ekkert lát virðist því vera á þeirri svartsýni sem ríkir á evrusvæðinu en S&P metur horfur Belgíu neikvæðar.

Viðskipti erlent