Einn þingmaður tók Warren Buffett á orðinu 20. janúar 2012 07:06 Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu. Fjallað er um málið á CNNMoney. Þar segir að sá sem brást strax við áskorun Buffett var Scott Rigell fulltrúadeildarþingmaður frá Virginíu. Hann hefur ákveðið að láta 15% af launum sínum á síðasta ári og þessu ári renna beint í ríkissjóð. Nemur upphæðin um 23.000 dollara hvort árið. Um leið og þetta lá ljóst fyrir skrifaði Buffett þessum þingmanni bréf þar sem segir að hann muni greiða sömu upphæðir á móti í sjóðinn. Jafnframt lýsir Buffett yfir mikilli ánægju með að Rigell skuli hafa tekið hann á orðinu. Í þessu sambandi er rifjuð upp saga af Howard, föður Buffett, en hann sat þrjú kjörtímabil sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeildinni á fimmta áratug síðustu aldar. Hann varð þekktur þegar þingmenn samþykktu að hækka árslaun sín um 2.500 dollara. Howard neitaði að taka við þessari hækkun og sagði það ósæmandi að þingmenn væru að hækka eigin laun. Það fylgir sögunni að Rigell er eini þingmaðurinn sem tekið hefur áskorun Buffetts. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu. Fjallað er um málið á CNNMoney. Þar segir að sá sem brást strax við áskorun Buffett var Scott Rigell fulltrúadeildarþingmaður frá Virginíu. Hann hefur ákveðið að láta 15% af launum sínum á síðasta ári og þessu ári renna beint í ríkissjóð. Nemur upphæðin um 23.000 dollara hvort árið. Um leið og þetta lá ljóst fyrir skrifaði Buffett þessum þingmanni bréf þar sem segir að hann muni greiða sömu upphæðir á móti í sjóðinn. Jafnframt lýsir Buffett yfir mikilli ánægju með að Rigell skuli hafa tekið hann á orðinu. Í þessu sambandi er rifjuð upp saga af Howard, föður Buffett, en hann sat þrjú kjörtímabil sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeildinni á fimmta áratug síðustu aldar. Hann varð þekktur þegar þingmenn samþykktu að hækka árslaun sín um 2.500 dollara. Howard neitaði að taka við þessari hækkun og sagði það ósæmandi að þingmenn væru að hækka eigin laun. Það fylgir sögunni að Rigell er eini þingmaðurinn sem tekið hefur áskorun Buffetts.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira