Viðskipti erlent

Grískur harmleikur

Margir önduðu léttar eftir að víðtækri endurskipulagningu skulda og efnahags Grikklands lauk á dögunum eftir þriggja ára karp. Niðurstaða Grikklands, lánardrottna þeirra, Seðlabanka Evrópu, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er auðvitað gríðarlega íþyngjandi fyrir almenning í Grikklandi, sem sýpur nú seyðið af flónsku og undirferli þeirra sem hafa stýrt ríkinu síðustu árin og áratugina.

Viðskipti erlent

Spilavítiskóngurinn einn ríkasti maður heims

Valdamesti maðurinn í Las Vegas er á lista yfir 10 ríkustu menn Bandaríkjanna. Hann er 78 ára gamall og heitir Sheldon Adelson og eru eignir hans metnar á 25 milljarða dollara, eða sem nemur um 3.000 milljörðum króna. Það jafngildir tvöfaldri landsframleiðslu Íslands árlega.

Viðskipti erlent

Efnahagsvandi Suður-Evrópu þyngist enn

Efnahagsvandinn í Suður-Evrópu þyngist enn. Atvinnuleysi í Portúgal er komið yfir 14 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa landsins birti í morgun. Vandamál Grikklands eru nú farin að smita út frá sér og valda nágrannaþjóðum sínum miklu tjóni.

Viðskipti erlent

Apple opinberar nýtt stýrikerfi

Mountain Lion, nýtt stýrikerfi Apple, var opinberað í dag. Hönnun stýrikerfisins byggir á viðmóti iPad og iPhone og munu mörg af vinsælustu forritum tækjanna vera til staðar í Mountain Lion.

Viðskipti erlent

Afskrifa 662 milljónir evra af skuldum Grikklands

Franski bankinn Societe Generale (SG) þarf að afskrifa sem nemur 662 milljónum evra, um 107 milljarða króna, vegna efnahagsvanda Grikklands. Afskriftin þykir hærri en reiknað var með áður en uppgjör bankans fyrir síðasta fjórðung ársins í fyrra var gert opinbert í morgun, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Meðalaldur ríkasta fólksins tæplega 70 ár

Meðalaldur tíu ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum í tæplega 70 ár, eða 68 og níu mánaða. Ríkasti einstaklingur Bandaríkjanna á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes er Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, en hann er jafnframt yngstur á listanum, 55 ára. Eignir hans eru metnar á 55 milljarða dollara eða sem nemur 6.710 milljörðum króna. Það nemur tæplega fimmfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

Viðskipti erlent

Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa

Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum.

Viðskipti erlent

Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála

Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing.

Viðskipti erlent

Rauðar og grænar tölur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir sýndu ýmist rauðar eða grænar tölur í dag. Í FTSE 100 vísitalan í Evrópu lækkaði um 0,10 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega, eða um 0,02 prósent. Hér á Íslandi lækkaði vísitalan í Nasdaq kauphöllinni um 0,48 prósent og munaði þar mestu um lækkun á gengi bréfa í Icelandair um 1,29 prósent og lækkun á gengi bréfa í Össuri um 1,32 prósent.

Viðskipti erlent

Nokkrar vikur í iPad 3

Gert er ráð fyrir að tölvurisinn Apple kynni nýja kynslóð af iPad-spjaldtölvunni í byrjun næsta mánaðar. Talið er að upplausnin á skjánum á iPad 3 verði 2048 x 1536 og að örgjörvinn verði töluvert harðvirkari en fyrri útgáfum.

Viðskipti erlent

Kínverjar lofa að koma Evrópu til hjálpar

Kínverjar hafa lofað að aðstoða Evrópusambandið við að komast út úr þeirri skuldakreppu sem þar ríkir. Þetta kom fram á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og Kína sem fram fór í Peking í dag. Forsætisráðherrann Wen Jiabao bauð fram aðstoð við að koma lagi á málin í Evrópu en hann minntist þó ekki á beina fjárfestingu í björgunarsjóði sambandsins eins og talið var að kæmi til greina fyrir fundinn.

Viðskipti erlent