Seðlabanki Bandaríkjanna mun hagnast á björgunarlánum 15. apríl 2012 16:00 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka. Bankinn segir þó að þessar lánveitingar hafi aðeins verið smánarhluti í samanburði við heildartapið í bandarísku hagkerfi vegna hruns á fjármálamörkuðum, sem hafi numið um 19.200 milljörðum dollara. Lánin til bankanna og bílaframleiðenda hafi hins vegar borgað sig, þar sem þau komu í veg fyrir að kreppan dýpkaði enn frekar, sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri þegar mat bankans var kynnt. Talið er að lán til bílaframleiðenda hafi komið í veg fyrir að 230 þúsund störf töpuðust. Lánveitingar til General Motors og Chrysler námu 22 milljörðum dollara, en allt bendir til þess að þeir fjármunir skili sér til baka með vöxtum. Bernanke sagði stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum enn vera viðkvæma, og að þó þessar lánveitingar muni ekki verða byrði á skattgreiðendum, þá sé það aðeins smáatriði við hlið þess að snúa efnahagslífinu aftur á réttan kjöl og lækka atvinnuleysi, en það er í dag ríflega níu prósent í Bandaríkjunum. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka. Bankinn segir þó að þessar lánveitingar hafi aðeins verið smánarhluti í samanburði við heildartapið í bandarísku hagkerfi vegna hruns á fjármálamörkuðum, sem hafi numið um 19.200 milljörðum dollara. Lánin til bankanna og bílaframleiðenda hafi hins vegar borgað sig, þar sem þau komu í veg fyrir að kreppan dýpkaði enn frekar, sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri þegar mat bankans var kynnt. Talið er að lán til bílaframleiðenda hafi komið í veg fyrir að 230 þúsund störf töpuðust. Lánveitingar til General Motors og Chrysler námu 22 milljörðum dollara, en allt bendir til þess að þeir fjármunir skili sér til baka með vöxtum. Bernanke sagði stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum enn vera viðkvæma, og að þó þessar lánveitingar muni ekki verða byrði á skattgreiðendum, þá sé það aðeins smáatriði við hlið þess að snúa efnahagslífinu aftur á réttan kjöl og lækka atvinnuleysi, en það er í dag ríflega níu prósent í Bandaríkjunum.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent