Veður

Gengur í hvassviðri eða storm
Þó að það sé tiltölulega rólegt veður á landinu nú morgunsárið þá varir það ekki lengi. Það mun ganga í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Órólegt veður er í kortunum.

Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt.

Hvassviðri, gular viðvaranir og önnur lægð á leiðinni
Útlit er fyrir austan og suðaustan hvassviðri eða storm á landinu í dag. Það verður úrkoma um allt land og víða á formi slyddu eða snjókomu og hiti verður kringum frostmark. Gular viðvaranir hafa þegar tekið eða munu taka gildi á næstu klukkustundum um nær allt land og eru þær í gildi fram á kvöld eða nótt. Einungis höfuðborgarsvæðið er undanskilið hvað viðvaranir Veðurstofu varðar.

Gefa út gular viðvaranir fyrir nær allt landið
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nær allt landið á morgun vegna hvassviðris eða storms og hríðar. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi snemma í fyrramálið og gilda einhverjar fram á kvöld.

Hvessir í kvöld og má búast við stormi til fjalla á morgun
Útlit er fyrir norðaustan fimm til tíu metra á sekúndu og él á Norður- og Austurlandi í dag. Reikna má með hægari vindi og nokkuð björtu veðri sunnan heiða. Frost verður á bilinu núll til sjö stig.

Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu
Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum.

Djúp lægð skellur á landið eftir hádegið
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga
Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða.

Slydda eða snjókoma verður að rigningu
Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum.

Vestlæg átt og sums staðar stormur
Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Gulu viðvaranirnar ætla engan enda að taka
Þær gulu eru mættar á ný um land allt. Því miður er ekki átt við sólina í þetta sinn. Gular viðvaranir hafa verið birtar fyrir meirihluta landsins og ganga þær yfir í dag og á morgun.

Enn ein lægðin eys úrkomu úr sér sunnan- og vestantil
Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið er fyrir norðan og austan.

Vaxandi sunnanvindur og hlýindi og rigning á morgun
Norðvestanátt er á landinu nú í morgunsárið, strekkingur eða allhvöss að styrk, en hvassari vindstrengir á Austfjörðum fram eftir morgni. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 10.

Gul viðvörun á Austfjörðum í fyrramálið
Gul veðurviðvörun verður á Austfjörðum í fyrramálið frá klukkan sex til klukkan tíu. Búist er við sterkum vindi þann tíma.

Útlit fyrir áframhaldandi umhleypingar út vikuna
Útlit er fyrir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu með skúrum í dag, en þegar líður á daginn léttir til austanlands. Reikna má með að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig.

Bjart og kalt í dag og von á næstu lægð í kvöld
Veðurstofan reiknar með strekkingssuðvestanátt norðantil á landinu fram eftir morgni, en að annars megi búast við hægum vindi í dag. Bjart veður og kalt.

Almannavarnir og Veðurstofan taka stöðuna í fyrramálið
Búist er við asahláku, flughálku og gulum viðvörunum víða um land á morgun og fram á laugardag. Upplýsingar liggja nú fyrir um mögulegar veglokanir hjá Vegagerðinni. Þá eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu.

Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu
Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi.

Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags
Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag.

Bjart og kalt á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur bæði í dag og á morgun. Bjart og kalt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar.

Norðlæg átt og frost að fimmtán stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, allhvassri eða hvassri um landið austanvert en annars hægari.

Norðlæg átt og éljagangur norðan- og austantil
Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum við fjöll suðaustantil á landinu.

Mikið frost og léttskýjað
Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Allt að tuttugu stiga frost
Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig.

Víða lítilsháttar él og frost að sextán stigum
Veðurstofan spáir norðaustan og austan fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu.

Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun
Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert.

Norðaustanátt og kólnandi veður næstu daga
Veðurstofan spáir norðaustanátt næstu daga með éljum fyrir norðan en bjart með köflum sunnanlands.

Hvassast norðvestantil í dag og él fyrir norðan
Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður norðvestantil. Einnig má reikna með éljum fyrir norðan.

Gular viðvaranir og óvissustig víða
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

„Vúmp“ í snjónum og aukin snjóflóðahætta
Búist er við því að snjóflóð geti fallið á þekktum stöðum næstu tvo daga en talsverð snjókoma er í kortunum ásamt hvassri norðlægri átt á Norðurlandi og Vestfjörðum.