Tónlist

Plata og stuttmynd á leiðinni
Bat for Lashes er frjó þessa daganna. Í dag deildi hún nýju myndbandi við lagið "In god's house". Nýja platan "The Bride“ kemur í júlí, stuttmyndin "I do“ frumsýnd í apríl.

PJ Harvey með nýtt vídjó
Í laginu "Community of hope“ fjallar rokkarinn um fátækrahverfi í Washington D.C.

Kasta upp á hvor byrjar tónleikana
Það hefur enginn "Oasis- og Blur-rígur“ verið á milli hljómsveitanna Ensími og 200.000 Naglbíta í gegnum tíðina, heldur einungis holl samkeppi.

Seabear snýr aftur
Sindri Már og félagar í Seabear hafa ákveðið að taka nokkur lög á söfnunartónleikunum er halda á fyrir íbúa Grettisgötu 87 sem misstu allt sitt í brunanum.

ATP kynnir fjölda listamanna til leiks: Goblin og Fabio Frizzi koma fram í Keflavík
Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir nú í þriðja sinn nöfn listamanna sem spila á tónlistarhátíðinni á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016.

Jay-Z fjarlægir plötur sínar af vefnum
Svo virðist sem eina leiðin til þess að hlusta á vinsælustu plötur rapparans verði í gegnum Tidal, hans eigin tónlistarveitu.

TUNGL með tónleika á Húrra
Hljómsveitin TUNGL heldur sína fyrstu tónleika á Húrra í kvöld en sveitin vinnur nú að plötu.

Dísa Jakobs syngur fyrir Tim Burton
Syngur lag eftir Ninu Simone í nýrri stiklu myndarinnar Miss Peregrine's Home for Peculiar Children.

Emerson féll fyrir eigin hendi
Rokkhljómborðsleikarinn hafði þjáðst af langvarandi þunglyndi og alkóhólisma.

Aðdáendur undirbúa 30 ára afmælisveislu
Í tilefni þess að breiðskífan "Life's too good“ fagnar stórafmæli í ár hvetur tónlistarvefsiðan Rokmusik.co íslenska tónlistarmenn til þess að gera sínar eigin útgáfur af lögum Sykurmolanna.

Þriðja plata Stone Roses væntanleg
Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár.

Miðasalan á Bræðsluna hefst á morgun
Miðasala á Bræðsluna hefst á morgnu klukkan kl. 10:00 á www.braedslan.is og á www.tix.is. Bræðslutónleikarnir fara svo fram laugardaginn 23. júlí. Mjög takmarkaður fjöldi miða er í boði og þeim verður ekki fjölgað.

Boðberar x-kynslóðarinnar leiða saman hesta sína
Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 Naglbítar ætla að halda saman tónleika í Reykjavík og á Akureyri í næsta mánuði.

Syngur sögur úr eigin lífi
Miklar annir eru framundan hjá Brynhildi Oddsdóttur, söngkonu og gítarleikara Beebee and the bluebirds.

Stórkostlegt myndband frá Vök sem sýnir íslenska náttúru í allri sinni dýrð
Hljómsveitin Vök frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Waiting sem verður á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar. Myndið sýnir glæsilega náttúru Íslands og er leikstýrt af Glashier.

Bara Heiða frumsýnir nýtt lag og myndband á Vísi
Tónlistarkonan Bara Heiða frumsýnir í dag nýtt lag og myndband hér á Lífinu en lagið ber nafnið Stormtropper.

Bítla-Gandálfur er fallinn
George Martin hafði fimmta atkvæðið í hljóðverinu þegar Bítlarnir unnu lög sín.

Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar
Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri.

Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar
Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum.

Sara sigraði í Söngkeppni Samfés
Söng lagið Pretty Hurts með bandarísku söngkonunni Beyoncé.

Tónleikar um allt land þann 12. mars
ASÍ mun halda tónleika á fjórum mismunandi stöðum þann 12. mars og fara þeir fram í Eldborg, Edinborgarhúsinu, Hofi og Egilsbúð. Tilefnið er 100 ára afmæli ASÍ.

Vélmenni í aðalhlutverki í nýju myndbandi Barða
Fyrsta plata Starwalker, sem nefnist einfaldlega Starwalker er væntanleg þann 1. apríl 2016.

Reykjavíkurdætur túra um alla Evrópu
Reykjavíkurdætur eru að fara á mikið flakk á næstu mánuðum en þær hafa verið bókaðar á margar af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu en í dag var tilkynnt að þær kæmu fram á Hróarskeldu í júní.

Milkywhale og Reykjavíkurdætur spila á Hróarskeldu
Tvær íslenskar hljómsveitir koma fram á hátíðinni í ár en Reykjavíkurdætur er fyrsta íslenska rappsveitin sem kemur fram á hátíðinni.

Bein útsending: Tónkvíslin í Reykjadal
Söngkeppnin Tónkvíslin fer fram í kvöld en hún hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006.

Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur.

Bibbi skallaði bróður sinn: Kýldi hann til baka og kastaði í hann rauðvínsflösku
Snæbjörn Ragnarsson og bróðir hans Baldur Ragnarsson lentu í raun og veru í slagsmálum í Marseilles í Frakklandi í byrjun ársins 2015.

Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó
Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30.

Muse með tónleika á Íslandi í sumar
Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkum morgnum á Rás 2 í morgun.

Ekki tími til að liggja á sundlaugarbakka í Los Angeles
Tónlistarmaðurinn Prins Póló sendir frá sér sitt fyrsta lag á ensku. Útgefandi í Los Angeles og enskumælandi vinir náðu að þrýsta á hann.