Tíska og hönnun

Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum

Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara.

Tíska og hönnun

Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020.

Tíska og hönnun

Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum

Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni.

Tíska og hönnun

„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“

„Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur.

Tíska og hönnun

„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“

Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun.

Tíska og hönnun

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.

Tíska og hönnun

„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“

Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka.

Tíska og hönnun

Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok

TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok.

Tíska og hönnun

Lífið of stutt fyrir venjulegar töskur

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað og saumað töskur í 11 ár í bland við aðra fylgihluti. Síðustu fimm ár hefur hún nánast eingöngu framleitt töskur og fær innblástur frá flottum konum hér á landi og erlendis

Tíska og hönnun

Skreytum hús: Viltu breyta heima hjá þér?

Soffía Dögg Garðarsdóttir stýrir þáttunum Skreytum hús á Vísi. „Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Í þáttunum munum við ekki einblína bara á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar.“ 

Tíska og hönnun

Hettupeysa sem verður að mold eftir að notkun lýkur

Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum. Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur.

Tíska og hönnun

Hannaði tíu stíla skólínu í samstarfi við danskt skómerki

„Konurnar í kringum mig veittu mér innblástur og ég hugsaði mikið til þeirra í ferlinu. Annars kom þetta svolítið til mín, ég er mjög ákveðin þegar kemur að skóm og hef sterkar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hvert smáatriði,“ segir Andrea Röfn sem hannaði sína fyrstu skólínu í samstarfi við danska skómerkið JoDis.

Tíska og hönnun

Út­skriftar­sýning fata­hönnunar­nema LHÍ

Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu.

Tíska og hönnun