Samstarf

Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag

„Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Samstarf

Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða

Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári.

Samstarf

Atvinnutækifæri og uppbygging innviða

Reykjavíkurborg stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um uppbyggingu innviða, nýsköpun, skapandi greinar og atvinnutækifæri í borginni, föstudaginn 8. apríl kl. 9 – 11.

Samstarf

X-977 og Sindri leita að iðnaðarmanni ársins 2022

„Það er mikil upphefð að bera titilinn iðnaðarmaður ársins og verðlaunin eru svakaleg. Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks. Vinnustaðir og vinnuhópar eiga auðvitað að keppa við aðra og líka sín á milli,“ segir Ómar Úlfur Eyþórsson smiður og dagskrárstjóri X-977 en X-977 leitar að iðnaðarmanni ársins 2022 í samstarfi við Sindra.

Samstarf

N1 og Dropp afhenda vörur frá Boozt

N1 hefur hafið afhendingar á vörum frá sænsku netversluninni Boozt í samstarfi við Dropp og geta viðskiptavinir Boozt nú nálgast sendingar á öllum þjónustustöðvum N1 um land allt. Við pöntun geta viðskiptavinir valið úr afhendingarstöðum Dropp þegar pantað er í netverslun Boozt og að sama skapi býðst viðskiptavinum að skila vörum frá Boozt á allar þjónustustöðvar N1.

Samstarf

Skortur á brotajárni í Evrópu og verðið hækkar

„Verð á brotajárni hefur aldrei verið eins hátt og það er núna. Við fylgjumst vel með heimsmarkaðsverði og viljum bregðast við og höfum því hækkað verðið hjá okkur um 150% . Kílóverðið er 20 krónur og því heilmikil verðmæti í brotajárni og ónýtum heimilistækjum eins og þvottavélum, þurrkurum og eldavélum,“ segir Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málmaendurvinnslunnar.

Samstarf

Fjölmenni á fyrirlestri pólfarans Börge Ousland

Norðmaðurinn Börge Ousland einn fremsti pólfari nútímans sagði í máli og myndum frá mögnuðum ferðum sínum á miðvikudagskvöldið var á fyrirlestri á Hilton Nordica. Nær 400 gestir voru mættir til að hlýða á Börge.

Samstarf

„Fjölbreytileiki til árangurs”

Heiðdís Björnsdóttir hefur verið starfsmaður hjá Ölgerðinni frá byrjun árs 2017 og starfar sem mannauðsstjóri í dag. Hennar helstu áhugamál tengjast fjölskyldunni, útivist og ferðalögum. Hún er með BSc í viðskiptafræði og diplóma í leiðtogafræðum og verkefnastjórnun.

Samstarf

Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Samstarf

Félagskonur FKA fjölmenna á Sýnileikadaginn 2022

Sýnileikadagur Félags kvenna í atvinnulífinu fer nú fram í annað sinn. Hátt í 400 konur tóku þátt í fyrra og er búist við því að enn fleiri taki þátt í ár. Arna Sif Þorgeirsdóttir, meðlimur skipulagsnefndar segir viðburðinn kominn til að vera.

Samstarf

Golfæði runnið á Íslendinga

„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Samstarf

Vest gefur heimsfræga hönnun

Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært.

Samstarf

Mannauðsmál sett á sama stall og fjármál

Vilmar Pétursson er menntaður í félagsfræði og félagsráðgjöf. Eftir að hafa unnið við það í nokkur ár tók hann meistarapróf í stefnumótun og stjórnun, sem fól meðal annars í sér mannauðsstjórnun. Síðustu átta ár hefur Vilmar verið mannauðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, en áður vann hann sem ráðgjafi um stefnumótun, þjálfun og mannauðsmál hjá Capacent í um þrettán ár.

Samstarf

Á ekkert skylt við egódrifna hugmyndafræði

Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PPC markþjálfi hefur sent frá sér endurútgáfu bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Bókin kom fyrst út árið 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Nýja útgáfan er 25% efnismeiri en sú fyrri og ríkulega myndskreytt af kanadíska listamanninum Jim Ridge. Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er bók vikunnar á Vísi.

Samstarf

Rafrænn fundur: Framtíð peninga

Samtök fjármálafyrirtækja bjóða til rafræns fundar um framtíð peninga. Hver er staða peninga í rafrænu fjármálakerfi? Hvert er hlutverk seðlabankanna í fjármálakerfi framtíðarinnar? Hver eru áhrifin á fjármálastöðugleika? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ræddar verða. Fundurinn sem hefst klukkan 14 og hægt að taka þátt hér á Vísi.

Samstarf