Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri Heilbriðgisráðuneytið 23. nóvember 2022 15:38 Ásgerður Guðmundsdóttir, íþróttakennari og verkefnastýra hjá LEB og Margrét Regína Grétarsdóttir, íþróttafræðingur og verkefnastýra hjá ÍSÍ aðstoða sveitarfélög við innleiðingu heilsueflingar fyri reldra fólk. Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru þær Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari, íþróttakennari og verkefnastýra heilsueflingar eldra fólks hjá Landssambandi eldri borgara, og Margrét Regína Grétarsdóttir, íþróttafræðingurverkefnastýra heilsueflingar eldra fólks hjá Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þær fjölluðu um verkefnið Bjartur lífsstíll sem hófst í janúar á þessu ári og gengur út á heilsueflingu 60 ára og eldri um allt land. Starf okkar felst í því að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu eldra fólks til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi en Bjartur lífsstíl er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Landssambands eldri borgara (LEB) sem styrkt er af Félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytinu. Nú þegar höfum við fundað með lykilstarfsfólki sem kemur að heilsueflingu 60 ára og eldri, í 30 sveitarfélögum um land allt. Á þeim fundum erum við að hvetja samfélagið í heild til að vera m.a. með fjölbreytt framboð á hreyfingu og góða upplýsingagjöf til eldra fólks og aðstandenda þeirra. Í mörgum byggðarkjörnum er gott starf í gangi, á vegum sveitarfélagsins, félags eldri borgara, íþróttahreyfingarinnar eða einkaaðila. Til þess að gera gott starf enn betra þá höfum við opnað aðgang að verkfærakistu Bjarts lífsstíls inn á www.bjartlif.is. Þar eru hagnýtar upplýsingar í formi handbóka sem veitir þjálfurum og öðrum er sjá um hreyfingu eldra fólks faglegan stuðning og fræðslu gagngert til að auka við, efla eða viðhalda hreyfiúrræðum. Einnig höfum við tekið saman í handbók hvaða hreyfing er í boði á landsvísu fyrir 60 ára og eldri. Þar sem leita má af hreyfiúrræðum eftir póstnúmerum. Mikill hugur er í fólki og allir eru viljugir í að gera sitt starf enn öflugara með aðstoð Bjarts lífsstíls. Því er mikilvægt að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf þar sem málefnið er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Til þess að svona verkefni verði árangursríkt verðum við að tala meira saman og vinna meira saman. Til gamans má geta að nokkur sveitarfélög hafa nú þegar nýtt sér handbækurnar, bætt við hreyfiúrræðum og gert upplýsingar sínar um framboð á hreyfingu mun sýnilegri og aðgengilegri. Við erum rétt að byrja að sá fræjum. Okkar markmið er að all flestir byggðarkjarnar séu með skilvirka þjónustu fyrir eldra fólk í formi hreyfingar. Framtíðarsýn okkar er einnig að ná til þeirra sem eru ekki að hreyfa sig, sem er áskorun út af fyrir sig. Við sjáum fyrir okkur að hrinda af stað einhvers konar heilsuherferð á landsvísu sem yrði hvatning til frekari hreyfingu fyrir markhópinn 60 ára og eldri. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Meðal þeirra sem fluttu erindi voru þær Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari, íþróttakennari og verkefnastýra heilsueflingar eldra fólks hjá Landssambandi eldri borgara, og Margrét Regína Grétarsdóttir, íþróttafræðingurverkefnastýra heilsueflingar eldra fólks hjá Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þær fjölluðu um verkefnið Bjartur lífsstíll sem hófst í janúar á þessu ári og gengur út á heilsueflingu 60 ára og eldri um allt land. Starf okkar felst í því að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu eldra fólks til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi en Bjartur lífsstíl er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Landssambands eldri borgara (LEB) sem styrkt er af Félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytinu. Nú þegar höfum við fundað með lykilstarfsfólki sem kemur að heilsueflingu 60 ára og eldri, í 30 sveitarfélögum um land allt. Á þeim fundum erum við að hvetja samfélagið í heild til að vera m.a. með fjölbreytt framboð á hreyfingu og góða upplýsingagjöf til eldra fólks og aðstandenda þeirra. Í mörgum byggðarkjörnum er gott starf í gangi, á vegum sveitarfélagsins, félags eldri borgara, íþróttahreyfingarinnar eða einkaaðila. Til þess að gera gott starf enn betra þá höfum við opnað aðgang að verkfærakistu Bjarts lífsstíls inn á www.bjartlif.is. Þar eru hagnýtar upplýsingar í formi handbóka sem veitir þjálfurum og öðrum er sjá um hreyfingu eldra fólks faglegan stuðning og fræðslu gagngert til að auka við, efla eða viðhalda hreyfiúrræðum. Einnig höfum við tekið saman í handbók hvaða hreyfing er í boði á landsvísu fyrir 60 ára og eldri. Þar sem leita má af hreyfiúrræðum eftir póstnúmerum. Mikill hugur er í fólki og allir eru viljugir í að gera sitt starf enn öflugara með aðstoð Bjarts lífsstíls. Því er mikilvægt að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf þar sem málefnið er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Til þess að svona verkefni verði árangursríkt verðum við að tala meira saman og vinna meira saman. Til gamans má geta að nokkur sveitarfélög hafa nú þegar nýtt sér handbækurnar, bætt við hreyfiúrræðum og gert upplýsingar sínar um framboð á hreyfingu mun sýnilegri og aðgengilegri. Við erum rétt að byrja að sá fræjum. Okkar markmið er að all flestir byggðarkjarnar séu með skilvirka þjónustu fyrir eldra fólk í formi hreyfingar. Framtíðarsýn okkar er einnig að ná til þeirra sem eru ekki að hreyfa sig, sem er áskorun út af fyrir sig. Við sjáum fyrir okkur að hrinda af stað einhvers konar heilsuherferð á landsvísu sem yrði hvatning til frekari hreyfingu fyrir markhópinn 60 ára og eldri.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira