Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Neytendur 22.8.2025 09:35
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. Neytendur 21.8.2025 12:58
Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár. Neytendur 19.8.2025 18:46
„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Neytendur 17.8.2025 17:16
Vísar ásökunum um samráð á bug Framkvæmdastjóri N1 vísar ásökunum um verðsamráð olíufélaganna á bug. Í greiningu ASÍ kemur fram að bensínverð á Íslandi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð. Neytendur 14.8.2025 21:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14.8.2025 15:07
Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni. Neytendur 14.8.2025 11:14
Grunur um listeríu í vinsælum ostum Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes. Neytendur 13.8.2025 15:30
Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. Neytendur 12.8.2025 18:20
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. Neytendur 12.8.2025 14:42
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. Neytendur 11.8.2025 20:41
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. Neytendur 11.8.2025 11:06
Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova hafa bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu, þar sem íbúar innan ESB og EES greiða sama gjald fyrir farsímanotkun í Evrópu og þeir greiða heima fyrir. Neytendur 11.8.2025 10:19
Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. Neytendur 7.8.2025 14:46
Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Olís hefur verið sektað um 250 þúsund krónur fyrir að fullyrða í appinu sínu að olíufélagið kolefnisjafni allan sinn rekstur. Fullyrðingarnar eru ekki studdar af fullnægjandi gögnum að sögn Neytendastofu. Neytendur 3.8.2025 21:02
„Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Viðskiptavinir Vís sem greitt hafa fyrir ferðatryggingu með korti frá Íslandsbanka fá ferð ekki bætta vegna forfalla af völdum veikinda ef þeir sóttu sér aðstoð tengda þeim veikindum hálfu ári áður en ferðin var keypt. Neytendur 30.7.2025 16:53
Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Dæmi eru um að fólk í greiðsluerfiðleikum geti ekki lækkað afborganir af lánum þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Formaður Neytendasamtakanna segir málið galið og vill breytingar. Neytendur 29.7.2025 21:29
Vara við eggjum í kleinuhringjum Matvælastofnun biðlar til fólks með eggjaofnæmi að varast tiltekna tegund kleinuhringja frá Lindabakaríi. Neytendur 29.7.2025 13:00
Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. Neytendur 26.7.2025 17:21
„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. Neytendur 24.7.2025 18:58
Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði. Neytendur 22.7.2025 14:57
„Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Neytendur 21.7.2025 13:10
Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. Neytendur 17.7.2025 11:08
Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendastofa hefur sektað Isavia um hálfa milljón króna vegna brota á lögum um upplýsingagjöf og viðskiptahættir vegna gjaldskyldra svæða á Keflavíkurflugvelli voru ekki í samræmi við lög. Neytendur 17.7.2025 10:47
Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kona segir farir sínar ekki sléttar af bílastæðafyrirtækinu Parka, sem rukkaði hana 48 þúsund krónur á dögunum fyrir bílastæði. Sonur hennar hafði þá skroppið inn í búð í miðborginni, gleymt að skrá sig úr bílastæðinu að búðarferð lokinni og uppgötvað mistökin tveimur dögum síðar. Neytendur 10.7.2025 22:13