
Menning

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Þér finnst allt ganga hægt í byrjun dagsins en það borgar sig að vera þolinmóður. Kvöldið verður ánægjulegt.

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)
Það er einhver spenna í kringum þig sem þú veist ekki alveg af hverju stafar. Sýndu fólkinu í kringum þig þolinmæði og góðvild.

Hrúturinn (21.mars - 19.apríl)
Þú verður fyrir einstöku happi í dag. Ekki er þó víst að um fjárhagslegan ávinning sé að ræða. Félagslífið er fremur fjörugt.

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Þó að þú sért í góðu skapi skaltu vara þig á að verða ekki of kærulaus. Sýndu ábyrgðartilfinningu.

Steingeit (22.des - 19.jan)
Þú verður líklega nokkuð óþolinmóður fyrri hluta dags og verður að gæta þess að halda ró þinni. Kvöldið notarðu til að slappa af.

Steingeit (22.des - 19.jan)
Breytingarnar liggja í loftinu og það gerir rómantíkin líka. Kvöldið hentar vel til heimsókna.

Nautið (20.apríl - 20.maí)
Þér er alveg óhætt að láta í ljós áhuga á því sem þú hefur raunverulega áhuga á. Vinur þinn mun standa með þér í ágreiningsmáli.

Steingeit (22.des - 19.jan)
Ekki trúa sögusögnum sem þér berast til eyrna. Það er ólíklegt að allt sé satt sem þar kemur fram. Hlustaðu á vin þinn sem á í vanda.

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Mundu að sinna þínum nánustu. Þú munt uppskera eins og þú sáir í þeim efnum.

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Þakkaðu fyrir hlé sem verða fyrri hluta dags. Þá gefst þér tækifæri til að sinna hugðarefnum þínum. Þú getur líka lokið ýmsu sem hefur setið á hakanum.

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Þér gengur vel að vinna einn og segja fólki fyrir verkum fyrri hluta dagsins en seinni hluta hans á samvinna betur við.

Nautið (20.apríl - 20.maí)
Vinir þínir skipuleggja helgarferð og mikil samstaða ríkir meðal hópsins. Félagslífið tekur mikið af tíma þínum en þeim tíma er vel varið.

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)
Eðlisávísun þín er einkennileg um þessar mundir. Hún getur verndað þig gegn ýmsu sem er þér ekki að skapi.

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Þú ættir að koma þér beint að efninu af þú þarft að hafa samband við fólk í stað þess að vera með málalengingar. Það virkar ekki vel á þá sem þú átt samskipti við.

Steingeit (22.des - 19.jan)
Þú eyðir miklum tíma með fjölskyldunni og færð þann tíma margfalt borgaðan til baka í ást og umhyggju.

Nautið (20.apríl - 20.maí)
Reyndu að gera vini þínum, sem á eitthvað bágt, greiða. Hann mun launa þér það margfalt til baka þó að síðar verði.

Steingeit (22.des - 19.jan)
Þú ert fullur áhuga vegna nýs verkefnis sem þú ert að fara að taka þátt í. Láttu þér ekki bregða þó að einhver öfundi þig.

Vogin (23.sept - 23.okt)
Það virðast allir vera tilbúnir að aðstoða þig þessa dagana og þú skalt ekki vera feiminn við að þiggja þá aðstoð. Farðu þó varlega því ekki er allt sem sýnist.

Hrúturinn (21.mars - 19.apríl)
Hikaðu ekki við að taka upp nýja lífshætti ef þér býður svo við að horfa. Það getur nefnilega haft mjög góð áhrif á þig.

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)
Eitthvað sem gerist fyrri hluta dagsins veldur nokkurri truflun á því sem þú ert að gera. Þér verður mun meira úr verki þegar líður á daginn.

Bogamaður (22.nóv - 21.des)
Ekki angra annað fólk með því að vera stöðugt að rifja upp gömul mistök sem það gerði endur fyrir löngu. Enginn er fullkominn og það gera allir sín mistök, líka þú.

Bogamaður (22.nóv - 21.des)
Fjölskyldan er þér ofarlega í huga um þessar mundir og er það af hinu góða. Gættu þess þó að vanrækja ekki alveg vini þína.

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)
Þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú tekur að þér stórt verkefni því það gæti tekið meiri tíma en þú heldur í fyrstu.

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)
Ástvinum hættir til að lenda upp á kant og reyndar er víða einhver pirringur í loftinu. Þú færð mjög óvæntar fréttir.

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)
Þú ert að skipuleggja ferðalag og tilhlökkunin er afar mikil. Það er í mörg horn að líta og töluverður tími fer í að ræða við fólk.

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)
Svo virðist sem þú hafir nóg að gera á næstunni en þar sem þú hefur hvílst vel að undanförnu reynist það þér ekki erfitt. Láttu ekki slá þig út af laginu.

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)
Þú ert búinn að eiga í illdeilum síðastliðna daga við vini þína en núna eru bjartari dagar fram undan í vinahópnum. Helgin lofar góðu.

Hrúturinn (21.mars - 19.apríl)
Þú færð óvænt hugboð og líklegt er að það verði þér til heilla að fara eftir því. Gamall vinur sem þú hefur ekki séð lengi skýtur upp kollinum.

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)
Hætta er á að fólk sé of upptekið af sínum eigin málum til að samskipti gangi sem skyldi í dag. Náin sambönd verða fyrir barðinu á þessu.

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)
Þú virðist eitthvað óöruggur um eigin hag í vinnunni en það er hreinasti óþarfi. Þú munt halda stöðu þinni og gott betur.