Lífið

Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu
Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan.

Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina
Love Island-stjörnurnar JD Dodard og Jalen Brown eru komnir í hóp Íslandsvina en þeir hafa ferðast saman um landið síðustu daga. Myndbönd þar sem þeir smakka alls konar mat hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum.

„Við viljum alls ekki fá of marga“
Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða.

Mannauðsstjórinn segir einnig upp
Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum.

Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron
Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki.

„Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“
„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Litríkur karakter sem var engum líkur
„Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn.

Hulk Hogan er látinn
Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil.

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta
Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Rene Kirby er látinn
Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður.

Pamela smellti kossi á Neeson
Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson.

Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu
Var það söngvarinn Klaus Meine eða menningarvopnasmiðja CIA sem samdi lag vesturþýsku hljómsveitarinnar Scorpions, Wind of Change?

Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar
Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney.

„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“
Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag.

Stjörnubarnið komið í heiminn
Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn.

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman
Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Skotheld og skemmtileg hlauparáð
Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Devin Booker á Íslandi
Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar.

Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hlaðvarpið Hitamælirinn mælir hitann í þjóðarsálinni og býður gestum að kasta steinum úr glerhúsi. Fólk fær að tuða í tíu mínútur yfir öllum fjandanum, hvort sem það er „Euphoria“ með Loreen, börn í sundlaugum eða geirvörtum karlmanna.

Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann
„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar
Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle.

Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958.

Ein heitasta söngkona landsins á lausu
Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi
Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Gaf eistum kærastans gælunafn
Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband.

„Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“
Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun.

Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Ástin sveif yfir ítölskum vötnum
„Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur.

Cosby Show-stjarna látin
Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show.

Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði
Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar.