Lífið

Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins.

Tónlist

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Tónlist

Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn?

„Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins?

Menning

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning

Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir.

Tónlist

„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“

Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Idol leitar að stjörnu í Reykjavík

Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi.

Lífið

Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta

Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista.

Lífið

Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með

Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með.

Tónlist

„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“

Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Menning

Bónus gefur út fatalínu

Bónus hefur gefið út fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum en hluti af línunni er hannaður til þess að heiðra gamla grísinn. Baldur Ólafsson og Sigurður Bragason, grafískur hönnuður hjá Bónus, eru mennirnir á bak við línuna.

Tíska og hönnun

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Lífið

„Hefði hlegið að mér og sagt að mig væri að dreyma of stórt“

Hin 19 ára gamla Kolbrún Óskarsdóttir, jafnan þekkt sem KUSK, hefur átt öflugt tónlistarár. Hún sigraði Músíktilraunir í mars síðastliðnum og hefur komið fram á tónleikum víða um landið síðan þá. KUSK var að senda frá sér lagið UNDAN BERUM HIMNI, sem er jafnframt fyrsti síngúll af væntanlegri plötu.

Tónlist

Rómantískur sumarbústaður Péturs Gauts og Berglindar

Pallar og tréstígar eru um allt sumarbústaðaland listahjónanna Pétur Gauts og Berglindar Guðmundsdóttur. Gras innkeyrsla er við bústaðinn þar sem hægt er að tjalda. Vala Matt fór í heimsókn til þeirra í sveitina og skoðaði bústaðinn.

Lífið

Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti

Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt.

Lífið

Innsýn í hugarheim skemmtikrafta

Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir.

Tónlist

Gunna Dís og Kristján kíktu á skepnuna

Fjölmiðlakonan Gunna Dís Em­ils­dótt­ir og eiginmaður hennar Kristján Þór Magnús­son nutu lífsíns saman í Andalúsíu í sumar. Gleðin var við völd í gærkvöldi þegar þau mættu eldhress á forsýningu myndarinnar Beast í leikstjórn Baltasar Kormáks í Laugarásbíó. 

Lífið