Lífið

Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér
Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag.

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku
Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eru orðin foreldrar. Parið eignuðust stúlku þann 1. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015.

Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi
Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld.

Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum
Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum.

Áttu sturlaða stund á Times Square
„Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá.

The Wire og Sopranos-leikari látinn
Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið.

Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022
Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke.

Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham
Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi.

Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr
Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust.

Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð
Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig.

Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg
Þórhallur Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Mariu Gomes Rodrigues, á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi verið viðstödd tónleikana sem fóru fram í gær. Þórhallur varð ekki var við handtökur vegna sprengjutilræða en segir öryggisgæsluna hafa verið gríðarmikla.

Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest
Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík.

Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara
Núna um helgina fór fram hátíðin EVE Fanfest í sautjánda skiptið og var hún vel sótt. Hátt í þrjú þúsund manns sóttu fjölmarga dagskrárliði hátíðarinnar en hún hefur verið haldin árlega, með undantekningum sökum heimsfaraldurs, frá árinu 2004.

Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar
Fyrsti þáttur af Stóru stundinni á Stöð 2 verður frumsýndur í kvöld klukkan 19 en í þeim fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eftir viðmælendum í aðdraganda stærstu augnablika lífs þeirra. Í fyrsta þætti, sem verður í opinni dagskrá, fá áhorfendur að fylgjast með fæðingu barns.

Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum
Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni.

„Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“
Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hefur glímt við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) frá unglingsaldri. Hún hefur farið í gegnum ótal stundir þar sem hún hefur spurt sig, aftur og aftur, hvort hún gæti mögulega verið að ljúga að sjálfri sér, hvort hún hafi sagt eitthvað rangt, eða jafnvel hvort hún gæti, án þess að vilja það, skaðað einhvern.

„Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“
„Ég var ógeðslega feimin og alltaf mjög þæg. Fjölskyldan mín eru Vottar Jehóva og ég ólst upp í þannig umhverfi. Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur,“ segir Donna Cruz, áhrifavaldur, leikkona og forritari en hún er viðmælandi í Einkalífinu.

Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika
Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram.

Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari býður fólki að halda upp á alþjóðlegan hláturjógadag á morgun með hláturstund við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum.

Sýningin gott fyrir- og eftirpartý
Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma.

Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard.

Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar
Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana.

„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“
Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“.

Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu!
BAUHAUS fagnar afmæli sínu með veglegri afmælishátíð sem stendur út maí mánuð. Mikið verður um dýrðir og þér er boðið að taka þátt í fögnuðinum! Verslunin hefur verið skreytt og stemningin er öll hin besta, alveg eins og í bestu afmælisveislum.

Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi
Ég hef ekki tölu á því hve mörgum klukkustundum ég hef varið í Cyrodiil í gegnum árin. Ég varð því hinn ánægðasti þegar ég sá að ég gæti spilað uppfærðan Oblivion á nýjan leik og mikið rosalega hefur það verið gaman.

Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum
Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér.