Lífið

„Planið er að yfirtaka Ísland“

Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka.

Lífið

Drungarleg skógarferð hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í drungalegri skógarferð í kvöld. Þeir ætla að kíkja á hryllingsleikinn Sons of the Forest og reyna að lifa af á eyðieyjum með stökkbreyttum mannætum.

Leikjavísir

„Hér er maður miklu meira partur af samfélagi“

Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og nýr íbúi á Siglufirði, er alsæl með ákvörðunina um að flytja norður á land. Sæunn ber bænum góða söguna og hvetur fólk til að taka stökkið og flytja út á land.

Lífið

„Rússíbaninn heldur áfram“

Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Tónlist

Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins

Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu.

Lífið samstarf

Lokatölur atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar afhjúpaðar

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 hefur nú birt niðurstöður kosninga frá undankeppnunum og lokakvöldinu. Diljá sigraði á öruggan hátt fyrir lagið Power með samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu þann 4. mars en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði. 

Tónlist

Barna­­lán hjá blaða­manna­pari

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sunna Karen greinir frá tímamótunum á Instagram.

Lífið

„Mark­miðið er að vinna Euro­vision“

Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að.

Lífið

Strategían að flytja í miðju Co­vid heppnaðist

„Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri.

Lífið

Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nem­endum í Taksindu flís­peysu

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda.

Lífið

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Lands­menn í skýjunum með sigur Diljár

Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum.

Lífið

Diljá fer til Liver­pool

Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Lífið