Lífið Stjörnulífið: Skvísulæti, sól og sumarsæla Hvort sem það er úti í bæ, úti í sveit, uppi á palli eða inni í tjaldi þá virðast stjörnurnar skemmta sér vel. Lífið 12.7.2021 15:32 Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Lífið 12.7.2021 11:43 Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta. Lífið 12.7.2021 10:15 Cowell breytti reglunum fyrir níu ára óperusöngkonu Simon Cowell, dómari í hæfileikaþáttunum America‘s Got Talent, breytti reglum þáttanna í vikunni vegna níu ára óperusöngkonu. Victory Brinker kom síðast fram í síðasta þætti AGT og sló hún heldur betur í gegn. Lífið 11.7.2021 22:33 Kasta þúsundum fiska úr flugvél Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í. Lífið 11.7.2021 20:51 Guðlaugur Þór á Wembley Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands. Lífið 11.7.2021 20:22 Féll fyrir brúðkaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúðkaupsplanari Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra. Lífið 11.7.2021 11:00 Vilja 18,5 milljónir frá Dua Lipa vegna myndar á Instagram Fyrirtæki hefur höfðað mál gegn bresku tónlistarkonunni Dua Lipa vegna myndar sem hún birti á Instagram. Myndin var tekin af svokölluðum paparassa, ljósmyndara sem tekur myndir af frægu fólki og eltir það jafnvel, á flugvelli þar sem hún stóð í röð. Lífið 10.7.2021 21:41 Heiða Ólafs hvarf aftur til fortíðar með Simma Vill og Kalla Bjarna Söngkonan Heiða Ólafsdóttir var gæsuð af vinkonuhóp sínum í gær. Eins og við var að búast var mikið sungið, enda samanstendur vinkonuhópur hennar af mörgum af flottustu söngkonum landsins. Lífið 10.7.2021 13:53 „Mig langaði bara að sofna og ekki vakna aftur“ „Og svo rétti hún mér bara barnið. Ég fann hvað ég varð máttlaus og gat ekki haldið á barninu. Þetta var ekki það sem ég þurfti að heyra þegar ég fékk hann fyrst í fangið,“ segir Helga Sigfúsdóttir. Lífið 10.7.2021 07:01 Í sjokki eftir ofurhugastökk í ískalt fljótið Nokkrir félagar gerðu sér glaðan dag í Biskupstungum í dag og voru heldur betur hugaðir. Þeir fækkuðu fötum og stukku af brúnni yfir Tunguljót út í ískalt vatnið. Lífið 9.7.2021 20:00 Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að. Lífið 9.7.2021 15:27 Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einkaþotunni sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Rapparinn vinsæli ferðast iðulega um á þotunni en hún er merkt með íþróttavörumerkinu Puma, sem Jay-Z á í samstarfi við auk þess sem skráningarnúmer hennar vísar beint í rapparann. Lífið 9.7.2021 15:04 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. Lífið 9.7.2021 12:58 Lil Baby handtekinn í París vegna fíkniefna Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt. Lífið 9.7.2021 11:39 Bríet í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni. Lífið 9.7.2021 08:57 Þórhildur Sunna gekk í það heilaga í garðinum heima Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, giftist unnusta sínum Rafal Orpel í gær. Athöfnin fór fram í garðinum heima hjá parinu og voru aðeins þeir allra nánustu viðstaddir. Lífið 8.7.2021 20:25 Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts. Lífið 8.7.2021 19:04 Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun. Lífið 8.7.2021 18:29 Haf-dóttirin komin í heiminn Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store, eignuðust í dag sitt annað barn, litla stúlku. Lífið 8.7.2021 16:55 Má tjalda alls staðar nema á tjaldstæðinu Ferðamenn á húsbílum sem skoða fríkort af Mývatnssvæðinu reka margir hverjir upp stór augu. Í auglýsingu þar segir að einungis sé bannað að tjalda á tjaldsvæðinu. Lífið 8.7.2021 13:09 Auglýsingar fyrir SS fyrsta verkefnið sem lærður leikari Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli melló, er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einnig fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans í dag. Lífið 8.7.2021 11:59 Kraftaverk að Ásgeir hafi lifað af skelfilegt bílslys í æsku Tónlistarmaðurinn ástsæli Ásgeir var að senda frá sér nýtt lag en þar syngur hann um bílslys sem hann lenti í þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Lífið 8.7.2021 09:18 Segir fólk leggjast í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Hún segir tilviljanir ráða of miklu þegar fólk parar sig saman og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka. Lífið 8.7.2021 08:00 Hafa reist hæsta sandkastala í heimi í Danmörku Búið er að reisa 21,16 metra háan sandkastala í Blokhus á norðvesturströnd Jótlands í Danmörku og ku hann vera sá hæsti í heimi. Lífið 8.7.2021 07:52 „Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“ “Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Lífið 8.7.2021 07:01 Björgólfur naut leiksins með Beckham og félögum Auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson lét sig ekki vanta á stórleik Englands og Danmerkur sem fór fram á Wembley fyrr í kvöld. Lífið 7.7.2021 23:51 Leynd ólétta Scarlett Johansson opinberuð Hollywood leikkonan Scarlett Johansson á von á barni með eiginmanni sínum Colin Jost. Erlendir fjölmiðlar greindu frá fréttunum fyrr en dag, en samkvæmt þeirra heimildum á leikkonan að vera komin töluvert langt á leið. Lífið 7.7.2021 17:45 Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær. Lífið 7.7.2021 16:38 Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Lífið 7.7.2021 15:00 « ‹ 313 314 315 316 317 318 319 320 321 … 334 ›
Stjörnulífið: Skvísulæti, sól og sumarsæla Hvort sem það er úti í bæ, úti í sveit, uppi á palli eða inni í tjaldi þá virðast stjörnurnar skemmta sér vel. Lífið 12.7.2021 15:32
Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Lífið 12.7.2021 11:43
Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta. Lífið 12.7.2021 10:15
Cowell breytti reglunum fyrir níu ára óperusöngkonu Simon Cowell, dómari í hæfileikaþáttunum America‘s Got Talent, breytti reglum þáttanna í vikunni vegna níu ára óperusöngkonu. Victory Brinker kom síðast fram í síðasta þætti AGT og sló hún heldur betur í gegn. Lífið 11.7.2021 22:33
Kasta þúsundum fiska úr flugvél Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í. Lífið 11.7.2021 20:51
Guðlaugur Þór á Wembley Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands. Lífið 11.7.2021 20:22
Féll fyrir brúðkaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúðkaupsplanari Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra. Lífið 11.7.2021 11:00
Vilja 18,5 milljónir frá Dua Lipa vegna myndar á Instagram Fyrirtæki hefur höfðað mál gegn bresku tónlistarkonunni Dua Lipa vegna myndar sem hún birti á Instagram. Myndin var tekin af svokölluðum paparassa, ljósmyndara sem tekur myndir af frægu fólki og eltir það jafnvel, á flugvelli þar sem hún stóð í röð. Lífið 10.7.2021 21:41
Heiða Ólafs hvarf aftur til fortíðar með Simma Vill og Kalla Bjarna Söngkonan Heiða Ólafsdóttir var gæsuð af vinkonuhóp sínum í gær. Eins og við var að búast var mikið sungið, enda samanstendur vinkonuhópur hennar af mörgum af flottustu söngkonum landsins. Lífið 10.7.2021 13:53
„Mig langaði bara að sofna og ekki vakna aftur“ „Og svo rétti hún mér bara barnið. Ég fann hvað ég varð máttlaus og gat ekki haldið á barninu. Þetta var ekki það sem ég þurfti að heyra þegar ég fékk hann fyrst í fangið,“ segir Helga Sigfúsdóttir. Lífið 10.7.2021 07:01
Í sjokki eftir ofurhugastökk í ískalt fljótið Nokkrir félagar gerðu sér glaðan dag í Biskupstungum í dag og voru heldur betur hugaðir. Þeir fækkuðu fötum og stukku af brúnni yfir Tunguljót út í ískalt vatnið. Lífið 9.7.2021 20:00
Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að. Lífið 9.7.2021 15:27
Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einkaþotunni sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Rapparinn vinsæli ferðast iðulega um á þotunni en hún er merkt með íþróttavörumerkinu Puma, sem Jay-Z á í samstarfi við auk þess sem skráningarnúmer hennar vísar beint í rapparann. Lífið 9.7.2021 15:04
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. Lífið 9.7.2021 12:58
Lil Baby handtekinn í París vegna fíkniefna Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt. Lífið 9.7.2021 11:39
Bríet í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni. Lífið 9.7.2021 08:57
Þórhildur Sunna gekk í það heilaga í garðinum heima Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, giftist unnusta sínum Rafal Orpel í gær. Athöfnin fór fram í garðinum heima hjá parinu og voru aðeins þeir allra nánustu viðstaddir. Lífið 8.7.2021 20:25
Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts. Lífið 8.7.2021 19:04
Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun. Lífið 8.7.2021 18:29
Haf-dóttirin komin í heiminn Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store, eignuðust í dag sitt annað barn, litla stúlku. Lífið 8.7.2021 16:55
Má tjalda alls staðar nema á tjaldstæðinu Ferðamenn á húsbílum sem skoða fríkort af Mývatnssvæðinu reka margir hverjir upp stór augu. Í auglýsingu þar segir að einungis sé bannað að tjalda á tjaldsvæðinu. Lífið 8.7.2021 13:09
Auglýsingar fyrir SS fyrsta verkefnið sem lærður leikari Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli melló, er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einnig fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans í dag. Lífið 8.7.2021 11:59
Kraftaverk að Ásgeir hafi lifað af skelfilegt bílslys í æsku Tónlistarmaðurinn ástsæli Ásgeir var að senda frá sér nýtt lag en þar syngur hann um bílslys sem hann lenti í þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Lífið 8.7.2021 09:18
Segir fólk leggjast í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Hún segir tilviljanir ráða of miklu þegar fólk parar sig saman og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka. Lífið 8.7.2021 08:00
Hafa reist hæsta sandkastala í heimi í Danmörku Búið er að reisa 21,16 metra háan sandkastala í Blokhus á norðvesturströnd Jótlands í Danmörku og ku hann vera sá hæsti í heimi. Lífið 8.7.2021 07:52
„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“ “Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Lífið 8.7.2021 07:01
Björgólfur naut leiksins með Beckham og félögum Auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson lét sig ekki vanta á stórleik Englands og Danmerkur sem fór fram á Wembley fyrr í kvöld. Lífið 7.7.2021 23:51
Leynd ólétta Scarlett Johansson opinberuð Hollywood leikkonan Scarlett Johansson á von á barni með eiginmanni sínum Colin Jost. Erlendir fjölmiðlar greindu frá fréttunum fyrr en dag, en samkvæmt þeirra heimildum á leikkonan að vera komin töluvert langt á leið. Lífið 7.7.2021 17:45
Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær. Lífið 7.7.2021 16:38
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Lífið 7.7.2021 15:00