Sjö ára gamall viðskiptajöfur safnar fyrir PlayStation með kökusölu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Víkingur Darri selur döðlugott og smákökur, í von um að geta einn daginn keypt sér Playstation tölvu. Aðsend „Margur er knár þó hann sé smár,“ segir í máltækinu og er hinn sjö ára gamli Víkingur Darri Traustason frábært dæmi um það. Víking dreymir um að eignast PlayStation leikjatölvu. Hann ákvað því að byrja með kökusölu fyrir vini og vandamenn, í von um að geta einn daginn keypt sér leikjatölvuna. „Hann er alltaf að braska eitthvað. Hann er voða duglegur að safna sér fyrir einhverju sem hann veit að kostar. Svo datt honum þetta í hug,“ segir Sigríður Ýr Aradóttir, móðir Víkings. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi úrræðagóði drengur stundar viðskipti, því á síðasta ári seldi hann vinum og ættingjum smákökur til þess að safna sér gjaldeyri fyrir utanlandsferð. Sigríður hefur ekki hugmynd um það hvaðan þetta mikla viðskiptavit sonarins kemur. Í fyrra seldi Víkingur smákökur til að safna sér gjaldeyri fyrir utanlandsferð.Aðsend Helgin fer í bakstur og heimkeyrslu „Hann er búinn að þrá þessa tölvu mjög lengi. Ég var búin að benda honum á að hún kostaði mjög mikið, þannig hann ákvað bara að gera þetta svona.“ Víkingur býður upp á döðlugott og smákökur og kostar pokinn þúsund krónur. Sigríður ákvað að auglýsa kökusöluna fyrir vinum og ættingjum á Facebook síðu sinni og hafa pantanirnar hrannast inn. „Þetta hefur fengið mjög góðar viðtökur. Við þurfum að gera hundrað poka, þannig mér sýnist helgin bara fara í þetta. Laugardagurinn í bakstur og sunnudagurinn í það að keyra út. Því ég var víst búin að lofa heimkeyrslu,“ en Sigríður segir þau mæðgin ekki taka við fleiri pöntunum í bili. Börn og uppeldi Kökur og tertur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
„Hann er alltaf að braska eitthvað. Hann er voða duglegur að safna sér fyrir einhverju sem hann veit að kostar. Svo datt honum þetta í hug,“ segir Sigríður Ýr Aradóttir, móðir Víkings. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi úrræðagóði drengur stundar viðskipti, því á síðasta ári seldi hann vinum og ættingjum smákökur til þess að safna sér gjaldeyri fyrir utanlandsferð. Sigríður hefur ekki hugmynd um það hvaðan þetta mikla viðskiptavit sonarins kemur. Í fyrra seldi Víkingur smákökur til að safna sér gjaldeyri fyrir utanlandsferð.Aðsend Helgin fer í bakstur og heimkeyrslu „Hann er búinn að þrá þessa tölvu mjög lengi. Ég var búin að benda honum á að hún kostaði mjög mikið, þannig hann ákvað bara að gera þetta svona.“ Víkingur býður upp á döðlugott og smákökur og kostar pokinn þúsund krónur. Sigríður ákvað að auglýsa kökusöluna fyrir vinum og ættingjum á Facebook síðu sinni og hafa pantanirnar hrannast inn. „Þetta hefur fengið mjög góðar viðtökur. Við þurfum að gera hundrað poka, þannig mér sýnist helgin bara fara í þetta. Laugardagurinn í bakstur og sunnudagurinn í það að keyra út. Því ég var víst búin að lofa heimkeyrslu,“ en Sigríður segir þau mæðgin ekki taka við fleiri pöntunum í bili.
Börn og uppeldi Kökur og tertur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira