Lífið

Ætti ekki að vera feimnis­mál að hjón leiti sér að­stoðar

Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri.

Lífið

Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“

Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin.

Lífið

Jennifer Lawrence er orðin mamma

Stórleikkonan Jennifer Lawrence er orðin mamma en hún var að eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Cooke Maroney. Þau eru búin að vera saman síðan 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019. 

Lífið

Byrjaði aftur með fyrrverandi eftir einangrun

Ben Stiller og fyrrverandi eiginkona hans Christine Taylor hafa tekið aftur saman eftir að þau einangruðu sig vegna heimsfaraldursins. Þau tóku þá ákvörðun um að flytja inn saman til þess að Ben gæti einnig verið með börnunum í heimsfaraldrinum. 

Lífið

Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur

„Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri.

Lífið

Passenger væntanlegur til Íslands

Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans.

Lífið

Möguleikar ljóðsins eru endalausir

Stuttungur er nýstárlegri ljóðahátið sem haldin verður í annað skiptið á morgun, fimmtudag og fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin leggur áherslu á að skapa framsækinn vettvang fyrir tilraunakennda ljóðastarfsemi af ýmsu tagi. Ásta Fanney Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og bíður alla velkomna. 

Lífið

Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 

Lífið

Söngvari Procol Harum er fallinn frá

Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma.

Lífið

Söngvarinn Mark Lanegan er látinn

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri.

Lífið

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Lífið

Ekkert stoltur af ís­bjarnar­drápinu

Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum.

Lífið

„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“

Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning.

Lífið

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Lífið

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Lífið

Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn

Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar  mál.

Lífið