Lífið

Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands

Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.

Lífið

Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina

Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna.

Lífið

Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári

Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar.

Lífið

Flott og fjölbreytt fagfólk í fiski

Það er ekki ofsögum sagt að það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi og eru störfin í fiskgeiranum margvísleg og fólkið sem þeim sinnir ekki síður fjölbreytt. Skipstjóri, fiskbúðareigandi, gæðastjóri, matreiðslumaður og framleiðslustjóri, eru á meðal starfa sem sjávarútvegurinn gefur af sér.

Lífið

Adidas skoðar framtíð Kanye

Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. 

Lífið

„Þetta er svo kolrangt í dag“

Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957.

Lífið

Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn

Leikarinn Christian Bale þakkar kollega sínum Leonardo DiCaprio fyrir þau hlutverk sem hann hefur fengið. „Mig grunar að nánast allir leikarar á hans aldri í Hollywood skuldi honum ferilinn sinn fyrir að hafna hlutverkunum sem þeir hafa fengið,“ segir Bale í viðtali við GQ.

Lífið

Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur

Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik.

Lífið

Orkumálaráðherra birtir óhefðbundna „táslumynd“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist ekki hafa misst húmorinn þrátt fyrir að hafa ökklabrotnað í morgun. Ráðherrann birti mynd af sér þar sem hann lá á Landspítalanum og spurði hvort „táslumyndir væru ekki í tísku.“

Lífið

Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki

Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 

Lífið

„Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli“

Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hafa tekið á móti sínu þriðja barni. „Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli,“ segja hjónin í sameiginlegri Instagram færslu. 

Lífið

Hjónabandið á slæmum stað

Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 

Lífið

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Lífið

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Lífið

Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu

Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. 

Lífið