Lífið

Billie Eilish komin út úr skápnum

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

Lífið

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið

Barna­her­bergið sann­kallað ævin­týra­land

Í lokaþætti af Skreytum hús heimsótti Soffía Dögg Garðarsdóttir Þórunni Ernu Clausen og fjölskyldu hennar, sem hafa staðið í langvarandi framkvæmdum. Margt fór úrskeiðis í ferlinu sem hefur orðið til þess að herbergi heimasætunnar hefur setið á hakanum. Soffía Dögg endurskipulagði rýmið og úr varð þetta dásamlega ævintýraland.

Lífið

Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hvera­gerði

Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk.

Lífið

Ævin­týrið á Spáni breyttist í mar­tröð

Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi.

Lífið

Svona leit Reykja­vík út á fimmta ára­tugnum

Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum.

Lífið

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið

„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“

„Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 

Lífið

„Mér finnst dauðinn bara fal­leg pæling“

Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 

Lífið

Þarf að fram­reiða fimm kokteila á sjö mínútum

Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 

Lífið

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Lífið

„Fólk er bara sjúkt í stress!“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum.

Lífið

Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu

Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. 

Lífið