Ragga Holm og Elma giftu sig Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærasta hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir giftu sig í gær. Lífið 26.7.2025 18:26
„Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Jakob Frímann Magnússon skipuleggjandi Kaleo-tónleikanna í Vaglaskógi segir að rútuferðir í Vaglaskóg hafi selst upp nærri því jafn snarlega og á tónleikana sjálfa. Hann sagði frá því í kvöldfréttum í gær að ekki hafi selst upp jafn snarlega á neinn viðburð í Íslandssögunni. Lífið 26.7.2025 16:11
Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist. Lífið 26.7.2025 14:02
Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið 26.7.2025 07:03
Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. Lífið 25.7.2025 15:35
Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Love Island-stjörnurnar JD Dodard og Jalen Brown eru komnir í hóp Íslandsvina en þeir hafa ferðast saman um landið síðustu daga. Myndbönd þar sem þeir smakka alls konar mat hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 25.7.2025 13:16
„Við viljum alls ekki fá of marga“ Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Lífið 25.7.2025 12:16
Mannauðsstjórinn segir einnig upp Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. Lífið 25.7.2025 12:06
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. Lífið 25.7.2025 10:58
„Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ „Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum. Lífið 25.7.2025 10:01
Litríkur karakter sem var engum líkur „Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn. Lífið 24.7.2025 18:39
Hulk Hogan er látinn Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Lífið 24.7.2025 16:04
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. Lífið 24.7.2025 15:03
Rene Kirby er látinn Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður. Lífið 24.7.2025 14:22
Pamela smellti kossi á Neeson Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson. Lífið 24.7.2025 12:43
Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Var það söngvarinn Klaus Meine eða menningarvopnasmiðja CIA sem samdi lag vesturþýsku hljómsveitarinnar Scorpions, Wind of Change? Lífið 24.7.2025 11:32
Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney. Lífið 24.7.2025 10:34
„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Lífið 23.7.2025 22:31
Stjörnubarnið komið í heiminn Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. Lífið 23.7.2025 16:04
Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses. Lífið 23.7.2025 11:54
Skotheld og skemmtileg hlauparáð Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup. Lífið 23.7.2025 11:32
Devin Booker á Íslandi Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar. Lífið 23.7.2025 10:49
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Hlaðvarpið Hitamælirinn mælir hitann í þjóðarsálinni og býður gestum að kasta steinum úr glerhúsi. Fólk fær að tuða í tíu mínútur yfir öllum fjandanum, hvort sem það er „Euphoria“ með Loreen, börn í sundlaugum eða geirvörtum karlmanna. Lífið 23.7.2025 09:34
Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann „Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð. Lífið 22.7.2025 20:01
Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. Lífið 22.7.2025 17:02