Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík

Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

Körfubolti

Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

„Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Körfubolti

Tóku til í stúkunni eftir tap

Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

Körfubolti

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Körfubolti

Umfjöllun: Kefla­vík – Tinda­stóll 92-75 | Heima­menn svöruðu og einvígið er jafnt

Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Körfubolti

Sara Rún stigahæst í naumu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við sjö stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag, 75-68.

Körfubolti

Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny

„Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik.

Körfubolti

Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna.

Körfubolti

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar

Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Körfubolti

Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn

Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld.

Körfubolti