Íslenski boltinn

Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn

Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“

Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup.

Íslenski boltinn

Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars

KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans.

Íslenski boltinn