Innherji

„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna

Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna.

Innherji

Seðl­a­bank­a­stjór­i seg­ir að fyrst­u kjar­a­samn­ing­arn­ir séu „mjög já­kvæð tíð­ind­i“

Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum.  „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.

Innherji

For­stjór­a 66°Norð­ur tókst með harð­fylg­i að fá Rotch­ilds til að fund­a í New York

Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. 

Innherji

Fjár­mál­a­ráð­herr­a hafð­i ekki „nokkr­a á­stæð­u“ til að í­hug­a hæfi sitt

Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi.

Innherji

Af hverj­­u kaup­­a fyr­­ir­t­æk­­i eig­­in hlut­­a­br­éf?

Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð.

Umræðan

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

Innherji

Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri

Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Innherji

Flyg­ild­i fékk auk­ið fjár­magn til að þróa drón­a sem sinn­ir varn­ar­mál­um

Sprotafyrirtækið Flygildi, sem þróað hefur dróna sem flýgur eins og fugl og er eins í laginu, hefur lokið við 50 milljón króna hlutafjáraukningu frá fjársterkum einstaklingum. Á meðal fjárfesta eru InfoCapital, í eigu Reynis Grétarssonar, og Guðbjörg Eddu Eggertsdóttir, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Actavis. Nýta á fjármagnið til að efla vöruþróun og fjölga starfsmönnum um þrjá. Þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir. Horft er til þess að selja fyrirtækið til stórs framleiðanda eftir tvö ár.

Innherji

IFS ráð­legg­ur fjár­fest­um að hald­a bréf­um í Sýn

Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“

Innherji

Verð­met­ur VÍS töluvert lægr­a en mark­að­ur­inn

Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“

Innherji

Segir tafir á leyfisveitingum kosta samfélagið milljarða

Tafir á leyfisveitinum opinberra aðila vegna uppbyggingar flutningskerfi raforku kosta samfélagið milljarða á ári hverju. Opinberar stofnanir brjóta ítrekað lögbundna fresti um málsmeðferð að sögn Jóns Skafta Gestssonar, sérfræðings í hagrænum greiningum hjá Landsneti.

Innherji

Dýr erlend fjármögnun „áhyggjuefni“ og gæti þýtt verri lánakjör fyrir fyrirtæki

Það er „áhyggjuefni“ hvað fjármögnun bankanna á erlendum mörkuðum er orðin dýr og ef sú staða snýr ekki við á næstunni mun það að óbreyttu skila sér í versnandi lánakjörum fyrir íslenskt atvinnulíf, að sögn seðlabankastjóra. Hann segist ekki geta tjáð sig um umfangsmikil gjaldeyriskaup Landsbankans á millibankamarkaði á síðustu mánuðum og hvort þau kunni að tengjast stórri afborgun bankans á erlendu láni sem er á gjalddaga á fyrri helmingi næsta árs.

Innherji

Minnkandi seljan­leiki og of­metin í­búða­þörf

Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólksfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.

Umræðan

Skatturinn hefur til skoðunar dóm um að hætta skuli birtingu á eigendum félaga

Nokkur Evrópusambandsríki hafa hætt að birta upplýsingar hverjir eiga fyrirtæki í kjölfar að Evrópudómstóllinn taldi að slíkt bryti gegn sáttmála Evrópusambandsins. Lögfræðingur segir að óljóst sé „hvaða – ef einhver – áhrif“ dómurinn muni hafa hér á landi. Full ástæða sé þó fyrir íslensk stjórnvöld til þess að gefa dómnum gaum en ákvæði sáttmála Evrópusambandsins um rétt til friðhelgis einkalífs sé „nánast orðrétt hið sama og finna má í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu“.

Innherji

Nýjar reglur Twitter í ljósi markaðsmisnotkunar í skilningi MAR

Markaðsmisnotkun er í grunninn að röngum eða misvísandi upplýsingum er miðlað til markaðarins sem gefa eða eru líklegar til að gefa ranga eða villandi mynd af verði fjármálagernings. Óumdeilt er að tíst á fölsuðum Twitter-reikningi hafði að geyma rangar upplýsingar sem höfðu töluverð áhrif á verð hlutabréfanna í félaginu Eli Lilly and Company. Löggjöfin gerir ekki kröfu um að auðgunarásetningur þurfi að vera fyrir hendi eða að hagnaður hafi hlotist af brotinu svo að um sé að ræða markaðsmisnotkun.

Umræðan

Árið 2021 var „al­ger sprengj­a“ í rekstr­i Eim­skips en árið í ár er „enn betr­a“

Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.

Innherji

Rándýr seinagangur Orkustofnunar

Eftir tæplega 18 mánaða bið hefur Orkustofnun séð sér fært að afhenda Landsvirkjun virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar til yfirlestrar. Fram hefur komið í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að meðferðartími virkjanaleyfa hafi jafnan verið þrír til fjórir mánuðir.

Klinkið

Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“

STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin.

Innherji

Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?

Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.

Umræðan

Inn­lán at­vinnu­fyrir­tækja aukist um fjórðung frá ára­mótum

Ekkert lát er á umfangsmiklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja í bönkunum og hafa þau aukist langt umfram verðbólgu á árinu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa innlánin tekið um 70 milljarða króna stökk, eða um heil tíu prósent, þar sem líklegt má telja að muni mikið um stórar greiðslur sem hafa borist eftir söluna á Mílu og Tempo.

Innherji

Genís klárar 2,4 milljarða króna hlutafjáraukningu

Íslenska líftæknifyrirtækið Genís sem hefur um tveggja áratuga skeið unnið að rannsóknum og þróun á lífvirkum kítínfásykrum til notkunar í fæðubótarefnum, lyfjum og við beinígræðslu hefur lokið fjármögnun sem felur í sér hlutafjáraukningu að fjárhæð 2,4 milljarðar króna.

Innherji

Einnar lóðar forysta Einars

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Klinkið