Innherji
Alvotech tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði
Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.
Hækkandi álag á bankabréfin „gróf verulega“ undan gjaldeyrismarkaðinum
Seðlabankastjóri segjast hafa væntingar um að gengi krónunnar hafi náð lágmarki og það muni styrkjast þegar líður á árið. Mikil hækkun vaxtaálags á skuldabréf bankanna í erlendri mynt hafði talsverð neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síðustu mánuðum ársins 2022 en nú er útlit fyrir að sú staða sé að breytast til hins betra.
Ætti ekki að undrast að erlendir fjárfestar hafi bætt við sig í Icelandair
Gengi flugfélaga hefur hækkað „gríðarlega mikið“ að undanförnu. Algegnt er að félög hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá áramótum. Má nefna Icelandair, Finnair, Air France, Lufthansa og Ryanair sem dæmi. EasyJet, WizzAir og American Airlines hafa hækkað um nærri 50 prósent á sama tíma. „Það skildi engan undra að erlendir fjárfestar hafa verið að auka vægi sitt í Icelandair.“
Atvinnulífið áhugasamara um að virkja til að ná orkuskiptum en hið opinbera
Umtalsverður munur virðist vera á því hve mikið viðskiptalífið telur skynsamlegt að virkja í því skyni að sneiða hjá mengandi orkugjöfum og að auka hagsæld og hvaða augum stjórnmála- og embættismenn líta á málið ef marka má umræðu á Viðskiptaþingi.
Ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur í „ákveðnum þáttum“
Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir ljóst að bankinn, sem ráðgjafi í sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í mars 2022, hefði átt að standa sig betur í „ákveðnum þáttum“.
Samruni bankanna hefði „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“
Bankastjóri Íslandsbanka segir að samruni við Kviku sé „áhugavert tækifæri“ og myndi meðal annars hafa „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“. Verði af sameiningu bankanna er gert ráð fyrir því að viðskiptin færu fram að öllu leyti með skiptum á hlutabréfum, fremur en að hluta með greiðslu reiðufjár.
Lítur á mögulegan samruna Kviku og Íslandsbanka „jákvæðum“ augum
Seðlabankastjóri segist líta „jákvætt“ á mögulegan samruna Kviku banka og Íslandsbanka en minnir á sama tíma á að það sé mikilvægt að áfram verði smærri félög starfandi sem einblíni á að sinna verðbréfamarkaðinum.
Verðbólga og aðrir uppvakningar
Kerfisumbætur eru á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi.
Aðalhagfræðingur Arion: Seðlabankastjóri tapaði miklum trúverðugleika
Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.
Fasteignaverð hérlendis almennt hærra en í sambærilegum borgum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu var sjö prósentum yfir miðgildi fasteignaverðs á Norðurlöndum miðað við gengi krónu við áramót. Horft var til borga með um 100 til um 500 þúsund íbúa. Þegar leiðrétt er fyrir fjármagnskostnaði og ráðstöfunartekjum sker höfuðborgarsvæðið á Íslandi sig úr og er „langhæst.“
Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa
Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig.
Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann
Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“
Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku
Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri.
Lífeyrissjóðir með fjórðung af nýjum íbúðalánum árið 2022
Hrein ný útlán lífeyrissjóða til heimila námu 48 milljörðum króna árið 2022 og voru þau um fjórðungur af heildarupphæð nýrra íbúða á árinu. Nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands sýna endurkomu lífeyrissjóða á lánamarkaði eftir tveggja ára tímabil þar sem uppgreiðslur voru meiri en ný útlán.
Verðlækkanir á mörkuðum gerir fjármögnun sprota erfiðari
Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja og sala tæknilausna verður erfiðari vegna þess að verð á hlutabréfum lækkaði á árinu 2022. Þær lækkanir eru að koma fram og munu skila sér í „verulegum verðlækkunum á óskráðum eignum.“
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.
Meira sótt í að auglýsa á netinu eftir að Fréttablaðið dró saman seglin
Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“
Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair.
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun
Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir.
Seðlabankinn í klemmu milli þess að sýna festu eða yfirvegun
Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort bankinn eigi að sýna yfirvegun eða festu í því að hemja þensluna í hagkerfinu.
Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu
Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar.
Samruni myndi styrkja lánshæfi bæði Kviku og Íslandsbanka, segir Moody´s
Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s.
Ósk um hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða kom peningastefnunefnd á óvart
Sú ákvörðun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í upphafi faraldursins árið 2020 að beina því til íslensku lífeyrissjóðanna um að gera tímabundið hlé á gjaldeyriskaupum sínum kom öðrum nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans „á óvart“ að sögn erlendra sérfræðinga sem hafa gert ítarlega úttekt á starfsemi bankans.
Sameiningin minnir á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka sem gekk vel
Hlutabréfagreinandi IFS segir að mögulegur samruni Kviku og Íslandsbanka minni á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka árið 2003. Sá samruni hafi heppnast vel. Að hans mati eru samlegðartækifærin við sameininguna augljós. Líkur á að af samrunanum verði séu nokkuð góðar.
Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir áformaðar samrunaviðræður
Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær.
Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“
Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.
Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022
Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.
Kvika óskar eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka
Stjórn Kviku hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Sameiginlegt markaðsvirði félaganna er rúmlega 320 milljarðar.
Hvetja stjórnvöld til að endurskoða „gamaldags“ regluverk um lífeyrissjóði
Stjórnvöld ættu ekki að fresta því að undirbúa lagasetningu um hertara eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða að sögn þriggja erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á starfsemi Seðlabanka Íslands.
Lífeyrissjóðir skiluðu neikvæðri raunávöxtun upp á 12 prósent í fyrra
Samkvæmt áætlun Landssamtaka lífeyrissjóða var raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða neikvæð um tæplega 12 prósent árið 2022 og er þar miðað við vegið meðaltal ávöxtunar alls eignasafns sjóðanna að teknu tilliti til verðbólgu.